London
Ég er að fara til London í október, vitið þið hvernig er ódýrast að komast þangað? Ég heyrði að Heimsferðir hefðu boðið upp á 2f.1 til London í fyrravetur, en hef aldrei náð í þá til að athuga það. Er ekki algengt að það séu svona helgartilboð til London? Þegar ég spurðist fyrir á Flugleiðum var mér sagt að verðið væri alltaf það sama alls staðar, 30 og e-ð þúsund. En mér finnst það e-ð skrýtið, nema mig sé að misminna??
Og ef þið hafið farið til London getið þið mælt með e-u? Hóteli, skemmtistað, veitingahúsi ofl. sem sniðugt væri að gera? Endilega hjálpið mér aðeins!!! (-: