Þú hittir naglann á höfuðið, Ragnar. Fólk fer nefnilega ekki til Costa del Sol eða Krítar
til þess að upplifa spennu og framandi menningu.
Ég, Arkímedes, vil segja þér eitt annað: Sýrland finnst mér vera eitt áhugaverðasta landið
í umræddum heimshluta. Það er að sjálfsögðu ekki hættulaust að flakka þar um, en hvar er
maður öruggur? Ég þori að fullyrða, að láti maður lífið, þá sé mun líklegra að það gerist í bíl-
slysi hér heima heldur en í sprengjuárás eða einhverju því um líku í Austurlöndum nær!
Ég hef lesið allmargar ferðasögur frá Íran, og eru þær allar jákvæðar. Í Íran er gífurlega
margt að sjá, sérstaklega hefir þú áhuga á persneskri menningu og trúarbrögðum Zaraþústra.
Indland er einnig mjög áhugavert land. Þangað fór ég í eitt skipti eða tvö, og er staðráðinn í
að heimsækja aftur. Landið er úr leið þinni, en ég vona að þú hafir það á bak við eyrað.