Góðan daginn hugarar
Ég hef tekið þá ákvörðun að fara í Evrópureisu í sumar, og langar mér að ferðast til Frakklands, Spánar, Ítalíu, þýskalands, hollands, grikklands, austurríkis, króatíu, englands, belgíu, tékklands og hugsanlega sviss og marokkó líka. ég hafði hugsað mér að leggja af stað í þessa ferð í kringum 12. júní og vera í rúma tvo mánuði.
málin eru hinsvegar að þróast þannig að félagar mínir eru flest allir blankir, og er útlit því fyrir því að maður þurfi að ferðast einn. þar sem það getur verið soldið leiðinlegt að ferðast einn, og líka það að gisting er oft aðeins ódýrari ef fleiri en einn eru í herbergi, þá datt mér það í hug að óska hér eftir ferðafélaga. viðkomandi þyrfti að vera á aldrinum 19-23 ára (sjálfur er ég á 21. aldursári) hress og kátur. ég geri engar kröfur um hvort kynið kæmi með, þó skemmtilegra yrði kannski að ferðast með hinu kyninu :P en hvað um það. Þannig að, ef einhver hér hefur áhuga á skella sér með í þetta ótrúlega ævintýri, hvort sem það yrði í báða mánuðina, eða kannski bara annan þeirra, endilega sendið mér póst á ocar@simnet.is og skiljið eftir msn-ið ykkar eða ehvað þannig að við gætum talað betur saman.
takk fyri
Home is where your bacon is