Þetta er bara tvennt mjög ólíkt. Sem au-pair getur þú farið svo til hvert sem er en ef þú ætlar að fá þér venjulega vinnu getur þú ekki farið til USA nema standa í stappi með atvinnuleyfi.
Sem au-pair er þér reddað húsnæði og mat hjá fjölskyldunni sem þú ert hjá og þú hefur au-pair samtökin til að leita til ef það gengur eitthvað illa. Fjölskyldur eru misjafnar og það er ekkert óalgengt að það komi upp vandamál. Au-pair eiga yfirleitt að fá frí á kvöldin og geta farið á einhver námskeið en nú getur verið að fólkið búi einhvers staðar útúr og þá ertu uppá það kominn að þau vilja lána þér bíl á kvöldin til að komast á námskeiðið. Það getur líka verið að fólkið ætlist til of mikils og þú eigir ekki bara að passa börnin heldur þrífa húsið hátt og lágt með tannbursta daglega.
Ef þú færð þér venjulega vinnu, þá þarftu að sjá meira um þín mál, finna vinnu og finna húsnæði og þú gætir lent í sama veseni með kvöldnámskeiðin ef það eru ekki góðar almenningssamgöngur þar sem þú býrð. Ef þú velur rétta vinnu getur þú lært málið í vinnunni frekar en að taka námskeið. Auðvitað gætir þú gert það sem au-pair líka ef þú ert að passa eldri börn.
Þú getur leitað að vinnu á Evrópska efnahagssvæðinu á
http://europa.eu.int/eures/main.jsp?acro=job&lang=en&catId=52&parentId=0