Já, ég fór þangað einmitt þegar ég fór til Costa del Sol. Þetta var svona dagsferð yfir Gíbraltar og yfir til Afríku, Marokkó. Þá var ég reyndar svona 12-13 ára en þetta var svakalega skemmtilegt og ég mæli eindregið með því að kíkja þangað. Þetta er nokkurra klukkutíma ferðalag í rútu og á nokkrum klukkustundum er maður kominn í allt annan heim. Fátæktin er svakaleg, það er notað mikið af náttúrulækningum og fólkið er alltaf að reyna vera nálægt þér til að geta selt þér eitthvað þannig þú þarft að passa veskið þitt því það geta verið góðir vasaþjófar þarna. Ég lenti nú ekki í því samt.
Svo keyrðum við framhjá strönd þar sem voru svona pínulitlir kofar þar sem fólk bjó og þessi strönd var á kafi í drasli! Þá sér maður sko helsta muninn á Costa del Sol og Marokkó. Mæli eindregið með þessari ferð. Frábær lífreynsla.