Hæ, ég hef stundum verið að taka eftir auglýsingum eftir aupair í Mogganum. Ég var bara að spá hvort einhver hér hefur farið svona? Endilega segið frá ;)
Ég er nýkomin sem au pair til Danmerkur og fór einmitt í gegnum auglýsingu á netinu (engin samtök). Þetta er voða fínt og ég er mjög heppin með fjölskyldu (danska) en ef þú ferð út á vegum stúdentaferða þá ertu alveg save með að hitta aðrar stelpur í þínum sporum,það er það eina sem ég væri til í að hafa öðruvísi hjá mér. En ein vinkona mín fór sem au pair til Luxemborg til Íslenskrar fjölskyldu í gegnum svona mogga auglýsingu og hún er í sambandi við fullt af öðrum íslenskum au pair-um þar í nágrenni. Þannig að þetta er voðalega misjafnt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..