Ég hef aldrei verið svo frægur að fara til Danmerkur þannig að ég er að velta fyrir mér hvað það sé hægt að gera þarna. Ég veit að það er tívoli og dýragarður og svo hið fræga strik. en hvað er annað hægt að skoða þarna.
júju maður þarf nú kannski ekki endilega að skoða eitthvað því það er nú hægt að sitja einhver staðar og sötra á bjór en það get ég líka gert hérna heima. Ég er þannig að þegar ég er erlendis þá vil ég skoða eitthvað.
Þannig að ef þið eruð með einhverja flotta staði í Köben sem þið vitið um þá endilega látið mig vita.
KV