Það besta í heimi er að ferðast
Ég á móður sem vill búa í sama húsinu núna eins lengi og hún lifir svo ég hlakka ótrúlega til að geta flutt að heiman og ferðast svolítið, núna er ég bara 16 og hálfs árs og ég hef búið hér alla ævi þó ég hafi flutt 7 sinnum með pabba og alltaf þótt það geðveikt gaman. Nýtt umhverfi, nýir vinir, nýir göngutúrar og allt nýtt. En núna búa þau bæði í vestubænum í rosalega sætum húsum og geta ekki hreyft sig svo lengi sem þau lifa svo ég verð að ferðast um Reykjavík á meðan ég er undir lögaldri. Í alvöru talað þá get ég skemmt mér konunglega bara við það eitt að fara í Kringluna og skoða fólkið, eða labba í 2 klukkutíma og skoðað fólkið þar, eða bara labba smá nirðrí bæ og skoða skrítna fólkið þar.
Bara að ég ferðist smá þá er ég ánægð en svo skal ég svo sannarlega flytja til Ítalíu, Kanarí og Danmerkur og kannski Noregs og Grikklands seinna :)bara til að skoða fólkið.