Einokun… þetta hefði kanski átt að heita fákeppni.
Bíddu, hvað var fáránlegt við þetta dæmi um flug frá London til Boston ??? Þetta er bara borðliggjandi dæmi, íslendingar borga helmingi meira fyrir að fljúga frá Keflavík til Boston, það er alveg sama hvernig þú lítur á það dæmi.
Hvað kemur Osló til Boston málinu við ef hitt dæmið er svona fáránlegt ? En þér að segja þá er ekkert mál að fljúga ódýrt Osló-Boston og þá er Icelandair ekki ódýrast. Það er hægt að fljúga Osló-Köben-Boston eða Osló-London-Boston mun ódýrara en með Icelandair.
Mér gæti ekki verið meira sama hvort þú eigir einhverja þúsundkalla í þessu félagi. Ég hef flogið um allar jarðir með örugglega hátt í hundrað flugfélögum og Icelandair nær varla að teljast meðal flugfélag (verð/þjónusta/aðbúnaður). Það hefur helst vinninginn yfir flugfélög á borð við Aeoroflot, Air Argentinas, Carnival Airlines og þeim flokki flugfélaga.
Það er nú hægt að einfalda þetta dæmi. T.d. er ódýrara að fljúga Boston-KEF-Boston en KEF-Boston-KEF, og það munar þónokku miklu þarna á.
Veit ekki hvernig það er núna, en allavega var það þannig að Icelandair sáu um flugþjónustu í keflavík, og lögðu bara himinhátt gjald á hvern farþega hjá öðrum til að drepa alla samkeppni. Það er kanski það eina sem Icelandair einokar.
Síðan held ég að að það sé ekki tvíhliða samningur við USA þannig félög þar geta ekki flogið hingað heim í t.d. leiguflug.
kv/ Arró
Þú spyrð að því afhverju það sér skrítið að skoða London til Boston vs. Reykjavik til Boston. Ástæðan er einföld. Á Íslandi búa um 300.000 íbúar á meðan í London búa rúmlega 15 milljónir. Tengsl Bretlands við Boston eru mun meiri en tengsl Íslands við Boston. Af þessu leiðir að það er mun meiri um ferðalög milli London og Boston en Íslands og Boston. Af þeim sökum er eðlilegra að skoða flugsamgöngur milli svipaðra staða og Reykjavík eins og t.d. Oslo, frekar en London. Það er nefnilega bara staðreynd að vegna fámennis okkar, þá búum við við ákveðna óhagkvæmni sem gerir samanburð á okkur og stærri mörkuðum okkur óhagstæðan. Um þetta má nefna fjölmörg dæmi eins og vexti, matvælaverð, bílaverð, tryggingagjöld ofl. Markaðurinn hér heima er einfaldlega svo lítil að hann einkennist af fákeppni á mörgum sviðum og ég get alveg tekið undir það með þér að slík fákeppni er að mörgu leiti slæm fyrir okkur sem neytendur.
Það sem ég var ekki sáttur við voru árásir þínar á Flugleiðir/Icelandair. Fullyrðingar þínar um þjónustustig hjá Icelandair dæmir hver og ein um, en fátt þykir mér betra en að sitja um borð í vélum hjá Icelandair og finnst mér þeir veita afburða þjónustu. Þér er svo velkomið að hafa aðra skoðun á því og vissulega má fá betri þjónustu með því að greiða mun hærra verð fyrir hana.
Flugafgreiðsla í Keflavík er í boði af 3 fyrirtækjum. Stærstur hluti afgreiðslugjalda ákvarðast af ríkinu og því ráða Flugleiðir litlu um þau.
Tvíhliða samningur við USA hefur verið í gildi síðan 1947 og er sérlega hagstæður okkur Íslendingum. Það var einmitt í krafti hans sem lágfargjaldaflugfélagið Loftleiðir flaug milli USA og Evrópu.
ps. það að það kosti meira að fljúga t.d. REK-CPH með Iceland Express en CPH-REK hefur ekkert með einokun/fákeppni að gera, það er bara væntanlega meiri eftirspurn í aðra áttina en hina…eða er þetta bara eitt stórt samsæri;-)
0
Þetta snýst semsagt allt um framboð og eftirspurn… sem sannar nákvæmlega minn punkt.
En jafnframt lýsi ég furðu á því að þegar ég hef verið að fljúga frá USA til Íslands og öfugt eru yfirleitt mjög fáir íslendingar um borð þannig að af því get ég dregið þá ályktun að Icelandair reikni verðið út frá framboði en ekki eftirspurn hér á landi. Þ.e. þeir verðleggja sig bara akkúrat á svipuðum stað og það kostar að fljúga til t.d. Ísland - London - USA enda er það þeirra eina samkeppni.
Annars kyngi ég þessu og flýg út með Icelandair í sumar, nenni ekki að fara að bæta við 5-10 tímum og spara nokkrar krónur á því. Sem er náttúrlega það sem Icelandair stólar á.
Þjónustan um borð í vélum hjá Icelandair dæmir sig sjálf já. Þegar búið er að framreiða mat líður yfirleitt alltof langur tími þar til bakkarnir eru teknir aftur. Síðan er algerlega óþolandi að komast ekki á klósettið fyrir einhverjum Saga Botique vagni þar sem verið er að pranga inná fólk með skipulögðum hætti rusli. Því í mörgum (kanski flestum man það ekki) er bara wc aftast og fremst. Og klósettið fremst er bara fyrir Saga.
Afþreyjing um borð fær algera falleinkunn , ef græjurnar virka sér fólk á monkey illa á skjáina vegna þess að þeir eru í furðulegu hlutfalli miðað við sætaraðir sem eru það þétt að dvergar geta ekki einu sinni látið fara vel um sig. Reyndar fínt að fá spilara á Saga. T.d. var efnisvalið síðast þegar ég flaug til USA alveg út í hróa hött. Einvher breskur umræðuþáttur í ca. 1 klst og svo bandarískur gamanþáttur í 30 mín og svo gömul bíómynd (sem var komin út á DVD) og svo óteljandi auglýsingar.
Reyndar kemur starfsfólkið ávallt vel fram og jafnast það á við það besta. Bandarísk og bresk (BA) flugfélög eru algerir sauðir í þeim efnum.
Auðvitað er það góð tilfinning að koma í vél frá Icelandair eftir að komið langt að og vitandi að nú styttist leiðin heim.
0