Já ég get ekki orðum bundist.

Þannig er mál með vexti að í fyrra bauð Icelandair uppá svokallaða jólapakka. Ég sá mér leik á borði og verslaði fyrir alla fjölskylduna til Ameríku enda komust við fyrir 110þ á þennan hátt í stað um 250þ+ venjulega. Í fyrra voru skilyrði um að fljúga þyrfti út fyrir 1. júlí minnig mig (gæti hafa verið 30. júní) og engin kvöð á heimför.

Allavega vorum við mjög sátt með þetta og ákváðum að endurtaka leikinn að ári ef sama tilboð byðist. En viti menn nú kom Icelandair með jólapakkadæmi aftur en nei, núna er s.s. skilyrði að fljúga út fyrir 7. maí og heim fyrir 15. maí !!! sem þýðir að fyrir fólk með börn á skólaaldri verður aðeins hægt að fara í helgarferðir eða mjög stuttar ferðir á þessum kjörum.

Mér finnst algerlega óþolandi þessi einokun Icelandair á þessari leið.

Fór svona að gamni mínu að tékka á venjulegu fargjaldi (2 fullorðnir, 2 börn 2-11 ára) og kostar það til t.d. Boston kr. 220þ. Frá London er hinsvegar hægt að kaupa nákvæmlega sama flug, með flugi til og frá London að auki, fyrir 1574.40 pund sem eru um 197þ. Ódýrasta flugið sem ég get fundið til London er á uþb. 80þ þannig að á heildina eru íslendingar semsagt að greiða helmingi meira en bretar fyrir þetta flug !

Bretar greiða 197þ - 80þ = 117þ.
Íslendingar greiða 220þ.

Þetta hefst á einokun. Frábært.