Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að fá ódýra flugmiða ef maður er heppinn. Systir mín fékk flugmiða til Antalya í Tyrklandi, rútuferð til Alanya sem er bær með um það bil 100.000 manneskjum þarna í Tyrklandi og gistingu á hóteli þar í viku á bara 800 danskar krónur (hún býr í Danmörku og flaug þaðan).
Hún sagði að þetta hefði verið alveg geðveikt og fólkið þarna lifir á túristum og engu öðru.
Hvers vegna ætli maður fái svona ódýra miða á suma staði og hjá hvaða flugfélögum (líklegast leiguflugfélögum) fær maður þessi tækifæri?
Kv. StingerS