Ef þú ferð sem au-pair, þá getur þú t.d. farið í gegnum Vistaskipti. Heimasíðan þeirra er á <a href="
http://www.vistaxchange.is/">
http://www.vistaxchange.is/</a> eða bara leitað að auglýsingum á netinu.
Ég held ekki að það eigi að kosta þig neitt að fara sem au-pair og þú færð frítt fæði, húsnæði og vasapening og átt að fá frí alla vega einhver kvöld og einn dag í viku sem þú getur notað til að fara í skóla ef þú vilt.
Þú getur líka farið sem sjálfboðaliði í gegnum þá og þá ferðu á málanámskeið í 8 vikur úti áður en þú byrjar að vinna en það kostar þig kannski eitthvað meira.
Þú getur líka komist sem sjálfboðaliði í gegnum <a href="
http://www.icye.org/">
http://www.icye.org/</a>
Ég held ég myndi frekar fara sem sjálfboðaliði heldur en au-pair vegna þess að sem au-pair getur þú verið heppinn með fjölskyldu eða ekki. Maður hefur alla vega heyrt þó nokkrar hryllingssögur af svoleiðis.