Síðast þegar ég vissi, þá þurfti maður að búa í Bandaríkjunum í 4 ár til að fá græna kortið. Þú getur tékkað á hvort systir pabba þíns getur sponsorað þig til að koma inní landið og reddað þér þannig. Annars eru líka til Green Card lottery þar sem þú getur sótt um græna kortið og umsóknin fer í pott sem er síðan dregið úr. Upplýsingar t.d. á <a href="
http://www.eskimo.com/~parents/webpre/dv/">
http://www.eskimo.com/~parents/webpre/dv/</a> Passaðu bara að lesa leiðbeiningarnar vel, jafnvel fá einhvern til að hjálpa þér. Það eru til fyrirtæki sem taka peninga fyrir að fylla út umsóknir fyrir fólk en ekkert endilega betri árangur í gegnum þau. Svo getur þú bara sótt um í hvert einasta lotterí þar til þú vinnur.
Ef þú ert of ungur til að taka þátt í lottóinu eða vilt komast strax, þá getur þú prófað að fara sem skiptinemi <a href="
http://www.afs.org/">
http://www.afs.org/</a> eða au-pair <a href="
http://www.iapa.org/Docs/AuPair/Index.php4">
http://www.iapa.org/Docs/AuPair/Index.php4</a>
Þegar þú ert kominn með græna kortið máttu ekki yfirgefa Bandaríkin lengur en 6 mánuði í einu, þá missir þú það aftur. Þegar þú ert búinn að vera með græna kortið í 4 ár geturðu síðan sótt um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum og samt haldið íslenska líka.