Ég fór á InterRail í fyrra, meðal annars frá Róm með ferjunni til Grikklands. Ég ákvað að taka ferjuna frá Ancona í staðin fyrir Bari og Brindisi. Ég var sérstaklega varaður við af öðrum Ítölum við að fara til Brindisi, því að þar eru ekkert nema ólöglega innfluttir Albanir sem stela öllu steini léttara.
Ég vil fyrst og fremst benda þér á það að borga einhverjar 20 evrur aukalega til að fá rúm í ferjunni. Ef þú gerir það ekki, þá þarftu að sofa einhversstaðar á ferjunni, og believe me…það er ekkert sérstaklega þæginlegir svefnbekkir þarna.
Ég ætlaði að fara til Istanbul, en hætti við það vegna þess að það tók 24 klst að fara frá Aþenu til Istanbul með lest. Það var bara einfaldlega of mikið.
Lestarkerfið í Grikklandi er ótrúlega slappt miðað við önnur lönd Evrópu. Aðallestarstöðin í Aþenu hefur tvö brautarspor, sem er náttúrulega fáránlegt miðað við þessar helstu borgir í Evrópu sem hafa þetta á bilinu 30-40 spor.
Neðanjarðarlestarkerfið í Aþenu er hins vegar frábært. Það var allt saman tekið í gegn í hitteðfyrra til að koma þessu í shape fyrir Ólympiuleikana. Olympiuleikarnir kunna að valda því að það sé aðeins dýrara að gista í Aþenu heldur en áður, en þú ert náttúrulega svolítið snemma á ferð, langt á undan leikunum. ÉG gisti fyrst á hosteli sem ég fékk upplýsingar um frá sölumönnum á lestarstöðinni. Þar borgaði ég 20 Evrur fyrir nóttina. Við vinirnir sváfum hins vegar svolítið illa þá nótt og ákváðum að leita að betri gistingu. Við duttum inn á hótel sem heitir Hotel Candia og er nálægt lestarstöðinni. Það kostaði 40 evrur nóttin fyrir herbergi fyrir 2, sem gerði 20 evrur á mann >> Sama og á hostelinu, fyrir mikið betri aðstöðu. Hikaðu ekki við að spyrjast fyrir á hótelum í A-Evrópu.
Læt þetta nægja í bili