Það er væntanlega ódýrast að fljúga með Iceland Express til London eða Kaupmannahafnar og þaðan áfram til Faro eða Malaga. Þú færð mjög ódýr flug með Ryan air, Easy Jet og Snowflake á þessa staði.
Frá Faro kemstu með rútu til Sevilla. Það er um 5 tíma rútuferð með skiptum í Huelve. Mig minnir að það séu rútur minnst einu sinni á dag. Þessar rútur kosta nánast ekki neitt. Frá Malaga geturðu annað hvort tekið lest (www.renfe.es)sem er 2-3 tíma á leiðinni og eru nokkrar ferðir á hverjum degi. Þú getur líka leigt bíla mjög ódýrt í Malaga og fékk ég Peugeot 307 um daginn í þrjá daga fyrir aðeins 7.000 ISK. Ótakmarkaðir kílómetrar og engin sjálfsábyrgð (sem er möst á Spáni).
Þú finnur tengla yfir á öll þessi flugfélög sem og bílaleiguna sem ég notaði á eftirfarandi slóð:
http://www.theshortcut.to/dan-info/Ég mæli með dómkirkjunni í Sevilla, Tapas börunum, gönguferð um Barrio de Santa Cruz, Plaza Espana, dúfunum á Plaza America og degi í Isla Magica.
Góða ferð