Hæhæ, núna ætla ég aðeins að segja ykkur frá ferðinni minni til London um páskana 2003.
Við fórum 4. apríl og Heratrow flugvelli um 5 leytið. Við sváfum á fínu 3 stjörnu hóteli sem hér “St. Giles Hotel.” Fyrsta dagin gerðum við eiginlega ekkert, tókum bara upp úr töskunum og svoleiðis.
Næsta dag skoðuðum við okkur um, og fórum á vaxmyndasafnið “Madame Tussauds” og skemmtum okkur þar. Síðan fórum við og keyptum miða á leikritin “Les Miserables” (Aumingjarnir) og “Mousetrap” (músagildra) og fórum á “Les Miserables” næsta kvöld, en “Mousetrap” þar næsta kvöld.
3 daginn gerðum við mikið. Við byrjuðum á því að rölta að Fornminjasafni Londons og skoðuðm okkur um. Því næst tókum við neðanjarðarlest (sem var kúfull) að Tower Bridge. Eftir það röltum við aðeins og fórum um borð í breska herskipið HMS Belfast, það er skip úr seinni heimstyrjöldinni fyrir þá sem ekki vita. Síðan gengum við aðeins lengra, tókum síðan neðanjarðarlest aftur að einhverri geisladiska búð, sem á víst að vera sú stærsta sinnar gerðar í heiminum. Síðan fórum við aftur á hótelið, fengum okkur að borða, og fórum síðan á “Mousetrap”
4 og næst seinasta dagin gerðum við ekkert rosalega mikið, fórum aðeins í Hyde-park og versluðum dálítið, en fórum síðan bara aftur á hótelið og pökkuðum að mestu leyti niður.
5 og seinasta dagin kláruðum við að paka niður og fórum um 3 leytið útá Heatrow-flugvöll og tókum vélina heim. Af mínu mati var þessi ferð alveg rosalega skemmtileg.
Langði bara að deila þessu með ykkur, takk fyrir.