Ég sé að enginn hefur svarað þér, svo ég verð víst að gera það, vegna þess að þetta er uppáhalds staðurinn minn í heiminum:)
Ég fór þarna sumarið 2002, nánar tiltekið 7. ágúst.(Er reyndar að pæla í að fara í sumar sama dag og þú)
Það er ótrúlega margt hægt að gera og það er tiltölulega ódýrt.
Bestu skemmtistaðirnir sem þú getur farið á eru KIU, MANGO og svo var þarna drullu töff staður sem heitir PALLADIUM og er reyndar í eigu einhvers spænsk mafíósa en þema staðarins er svona Egypskt hof með allskonar styttum. Svo er þarna risa stór sundlaug sem þú mátt fara ofaní ef þú ert með sundföt. (það er líka hægt að leigja. Djöfulli flottur staður.
Þegar þú ert þarna úti, þá vita nánast allir innfæddir að þú ert íslendingur vegna þess að íslendingar eru stór fjöldi ferðamanna.
Lenti meiraðsegja í því að einhver spanjóli á pizzastað sem við fórum á eftir djamm byrjaði að segja nokkur orð á íslensku og ég pantaði pizzuna mína á íslensku (Ananas, pepperoni, skinku og sveppi) og hann skildi það!
Það eru nokkrir barir sem íslendingar hanga mikið á og þar er ALLTAF ólýsanleg stemning! Þeir helstu eru Bar NR.1 (www.info-torremolinos.com). Þar er snilldar starfsfólk og frábær tónlist og þar eru íslenskar fótboltatreyjur á veggjum. Viking Bar er annar staður en þar vinnur spænskur gaur sem kann reiprennandi íslensku og hann hefur aldrei komið hingað. Þar eru nánast bara eitthvað íslenskutengt og oft hljómar íslensk tónlist með Sálinni og Ný Danskri úr hátölurunum.
Síðan er einn bar sem má ekki gleyma en það er Gussi bar. Maðurinn sem á hann heitir Gussi og er íslenskur en hefur búið á Costa Del Sol í mörg ár. Það er möst að heimsækja hann. Hann er snillingur!!
Það er fullt af afþreyingu á daginn. Ströndin, Jet sky, Banana boat og vera dreginn af báti í fallhlíf og fullt meira. Svo er gaman að fara til Malaga að versla.
Þessi ferð mín þangað var það skemmtilegasta sem ég hef gert.(Fórum 7 saman). Upplifun sem ég gleymi aldrei og það liggur við að ég klökkni við tilhugsunina;)
Þú átt ekki eftir að sjá eftir þessu þegar þú ferð! Ég lofa því!!
Góða ferð og skemmtu þér vel.
Kannski verð ég þarna á sama tíma;)
Kveðja Trabant!!<br><br>“ Supercharging is a pervertion of design. If you want more power, build a bigger engine. ”
-W.O. Bentley-