Mig langar bara til að forvitnast. Hvernig finnst ykkur England, ef þið hafið þá komið þangað? Hvert fóruð þið?
Persónulega finnst mér þetta æðislegasta land sem ég hef komið til (hef komið 3, sem er kannski ekker mjög mikið). Fólkið þarna er svo yndælt, æðislegt að heyra BRESKU, mun flottari en amerísk-enska.
Eina sem er slæmt við England eða frekar London er að það er svo rosalega mikil mengun, allt of mikið af rónum eða heimilislausu fólki, það er svo hræðilegt að sjá svona, allt í einu er manni hugsað hvað maður á það gott á Íslandi (þó að maður sé oft að kvarta hvað allt er ömurlegt.
Ég kíkti líka aðeins yfir til Cambridge en lífið það er aðeins öðruvísi eða það eina sem er aðeins öðruvísi er heimilislausa fólkið… mikið minna af því (þótt að þetta sé minni staður) og svo er það líka mengunin, það er mun minna af henni.
Hvað finnst ykkur um þetta allt?