Ég er búinn að fara til Króatíu, fór til staðar sem heitir Split. Ég var í interrailferðalagi og vorum við þar í 3 daga og svo 1 dag í Zagreb. Ég veit ekki hvort að þetta sé staður til að vera í 2 vikur. En það var nokkuð gaman þarna og sjórinn er geðveikt tær. Já svo er fólkið þarna mjög fínt, tala flestir ensku. En það var ekki mikið af skemmtistöðum þarna, það voru nokkrir á ströndinni.
Já svo er eyja þarna sem heitir Hvar, við fórum þangað í einn dag og var hún nokkuð flott, en það var of dýrt að gista þarna.
Ef að þið eruð að fara á eitthvað massa 2 vikna fylleri þá held ég að það sé best að fara eitthvað annað.