sæl öll sömul.
Ég er frekar ný hér á huga enn ákvað að spreita mig í greinarskrifum,vonandi
verður þetta ekki of mikil klisja.
jæja enn allavegana.
Ég er 20 ára gömul stúlka sem hef ferðast meira og minna alla mína ævi. Þegar ég
var 4 ára gömul flutti ég ásamt foreldrum mínum til Noregs þar sem pabbi var að
læra við kristniboðsskólann þar. Þar bjuggum við í 4 ár og lærði ég norskuna
mjög vel, tala betur norsku og les enn þann dag í dag. Eftir fjögura ára dvöl í
Noregi fluttumst við aftur til Íslands í 1 ár til að undirbúa okkur fyrir ferð til
Afríku, nánar tiltekið Eþiópíu þar sem við dvöldumst í 4 ár sem kristniboðar.
Mamma og pabbi bjuggu út á landi og vorum við systkinin því send á
heimarvistarskóla og hittum mömmu og pabba á eins til þriggja mánaðar fresti. Á
þessum tíma vorum við systkinin 6 og 9 ára gömul og því erfitt að vera frá
foreldrum sínum í svona langan tíma. Þótt ótrúlegt megi virðast þá voru þetta
bestu ár lífs míns og sakna ég þeirra mjög mikið núna. Ég vonast til þess einn
góðan veðurdag að fara þangað aftur og er það markmið mitt að loknu námi. Ég
veit þessi “grein” meikar kannski ekki sence enn ég bara varð að koma þessu frá
mér og er meira enn reiðubúin til að svara öllum spurningum fólks um Eþiópíu af
bestu getu.
Njótið vel og takk fyrir að nenna að lesa þetta.