Sæl og blessuð…..
Þar sem ég er alls ekki virkur á huganum var ég bara að sjá greinina þína núna áðan en ég ætla allaveganna að segja þér nokkra hluti um ferðina mína. Við skelltum okkur 4 félagarnir beinustu leið til Danmerkur og tjilluðum í Köben yfir 3 nætur, það var fínt, það er bara annsi gott að hanga þar og svona aðeins anda áður en maður leggur af stað fyrir alvöru. Eftir að rölta allt of oft upp og niður Stikið og ganga þarna um allt, kíkja til Kristjaníu og allt þetta tókum við lest um næsta dag til Berlínar, við enduðum í austurhlutanum og gistum þar eina nótt, vorum í raun bara að bíða eftir næstu lest til Prag :) Það var ágætt að bíða þarna í Berlín, fengum fína gistingu sem kostaði samt svoldið mikið, um 17 evrur, ég hitti einhverja þjóðverja þarna á hostelinu og svaka gaman, maður fékk sér nokkra bjóra með þeim og sagði sögur frá kalda klakanum í norðri, það er alltaf svo gaman :)
Ok svo dröttuðumst við á fætur og fórum til Prag, hún var sannkölluð snilld, austurevrópst hostel sem var mjög drullugt og ja bara austurevrópskt. Það var geggjað að vera þar, bjórinn kostaði ekki neitt, allt svo ódýrt þarna og við vorum bara í sjokki. Allavega ógeðslega falleg borg og skemmtileg stemming, maður hafði engar áhyggjur af neinu, varð ekkert var við einhvað rugl á fólkinu þarna, nema náttlega nokkrar hórur alltaf á vappi þarna um, það var svoldið sérstakt.
Eftir 4 daga í prag vorum við komnir með ógeð af öllum túristunum sem voru þarna, allt of margir túristar í þessari borg, þá ákváðum við að skella okkur bara til Slóvakíu og fara til Bratislava, höfuðborgarinnar. Þar var snilld ennþá ódýrara en í prag og engir túristar, enda kannski ekki margt aðs já. Við leigðum okkur rosalega fína íbúð á skitaprís og höfðum það gott. OK en svona var þetta allaveganna.
Eftir Bratilsava fórum við til Budapest, og já hún var að sjálfsögðu æði, svo fórum við að vatni í Ungverjalandi sem heitir Balaton, fínt að hanga þar í smá tíma. Fórum svo til Slóveníu og vorum í Ljubjana yfir einhverja tvo daga, kom á óvart hversu flott sú borg var og hversu vestrænt allt var þarna. Því næst lá leiðin til Króatíu og við fórum í bæ sem heitir Split í Króatíu og er strandbær, gríðarleg stemming þar, fullt af djammi og sól og ströndum og sjó og öllu því sem maður pantar í sólalandaferð, það var eðall. Komum við í Zagreebí bakaleiðinni, þar var ekkert að sjá eiginlega, fórum bara í bío og eitthvað til að drepa tímann, vorum að bíða eftir næturlestinni til Feneyja, jabbs það var gaman. Og svo fórum við til Feneyja, Bologna, Flórens og Róm á Ítalíu, allt rosalega flott að sjálfsögðu en mjög dýrt og ekki mikið um drykkju eða eitthvað svoleiðis á þessum slóðum en að sjálfsögðu æðislegt að koma þarna. Tókum svo næturlest frá Róm til Munchen og lenntum í smá lestarveseni útef helvítis Þjóðverjunum sem skildu ekkert í ensku, flökkuðum fram og til baka um landið, en tókst svo að finna rétta lest og ég og einn félagi minn fórum til Berlínar en hinir tveir héldu áfram til Danmerkur.
Ég og þessi félagi skelltum okkur bara beint niðrá lestarstöð í Berlín og hentum töskunumm okkar inn í skáp, tókum smá rónabað á okkur og keyptum okkur vodka, fórum á snilldarfyllerí og sváfum svo undir tré :) Það var svaka gaman og gaman að vera í Berlín, mikil heimsborg. fórum svo til baka til Danmerkur og vorum í Árósum seinustu dagana fyrir heimkomu. Geðveikt gaman og ég verð að fara aftur næsta sumar, vona að þið skemmtið ykkur vel og ég mæli með austurevrópu, miklu ódýrarai meira framandi og skemmtilegri en vesturhlutinn, ekkert snobb og nóg af bjór :)