Ég var að koma úr sveitinni áðan, ég var bara í svona litli ferð og ég fór á föstugainn og kom heima á sunndaginn, þetta voru bara þrír dagar og tvær nætur. Sumarbústaðurinn út í Munaðarnesi, þetta var ekkert mjög stór sumarbústaður en hann var með þremur herbergjum, tvö lítil krakkaherbergi með kojum í og svo eitt hjónarherbergi og inn í því var ekki hjónarúm heldur tvö rúm sem voru látin saman, mér fannst frekar skrítið af hverju það var ekki frekar bara eitt hjónarúm, það hefði verið miklu betra en þetta var bara fínt eins og þetta var. Okkur var sagt að maður ætti ekki að vera oft með opna glugga því að þarna var músagangur. Frændi minn á heima frekar nálægt Minaðarnesi en hann á heima á Bifröst og ég var hjá honum og nýja kettlingnum hans eiginlega allan tímann og leifði mömmu og pabba að vera með bústaðinn út af fyrir sig. Ég gisti hjá frænda mínum báðar næturnar og svaf aldrei í bústaðnum, var bara þarna og borðaði einu sinni með mömmu, pabba, frænda mínum og foreldrum hans.
Ég gerði margt skemmtilegt í sveitinni eins og ég fór á snjósleða því að út í sveitinni var ógeðslega mikill snjór, ég fór í svona littla brekku sem heitir Svínsbrekka og rennti mér niður hana nokkrum sinnum. Ég lék mér líka mjög mikið við nýja kettlinginn sem að frændi minn var að fá og margt annað sem að ég nenni ekki að nefna.
Kveðja Birki