Ég fór næstum því í interrail einu sinni og þau ráð sem ég fékk frá einhverjum sem höfðu farið var að ekki reyna að sjá öll lönd Evrópu á mánuði heldur eyddu smá meiri tíma á þeim stöðum sem þér líst vel á. Þú getur farið á farfuglaheimilið í Laugardalnum og gengið í farfuglafélagið og fengið bækur og kort hvar eru farfuglaheimili þar sem þú getur gist. Það er ódýrara að gista ef þú ert meðlimur og sum farfuglaheimili leyfa þér ekki að gista nema þú sért meðlimur. Margar stærri lestarstöðvar hafa líka interrail miðstöð þar sem þú getur skroppið í sturtu og eitthvað álíka, kannski þvegið föt líka þó ég viti það ekki.