Gljúfurin byrja við Xiloskalo sem, eins og nafnið bendir til, er stór stigi úr tré sem liggur í gegnum fallega skóga og þar er frábært útsýni. Við endann á stiganum, nálægt litlu kirkjunni í Agios Nikolaios,er hægt að stoppa og hvíla sig og njóta útsýnisins. Svo liggur stígurinn eftir gljúfurbotninum. Þarna eru fjöllin hærri en 2000 metrum yfir sjávarmáli. Hápunktur göngunnar er Sidheres Portes eða Járn Hliðin. þar eru veggir gljúfursins aðeins 3 metrar í það lægsta og yfir 600 mertar í það hæsta á hvorri hlið. Svo glittir í sjóinn við sjónarrönd. gljúfrin eru 18 km en gangan 16 km. Ef þið farið til Krítar þá er þetta algjört must

Adam