Er á leiðinni til Rimini í fyrsta skipti,segið mér eitthvað spennandi ef þið hafið verið þar.Hefur einhver reynslu á lestum ,þá meina ég lestarferðum frá Rimini borg og eitthvað. Mælið með góðum veitingastöðum og fl.
Hæj Hæj ég var að koma frá Rimini í gær :(:( Ég get ekki sagt mikið nema að það var FRÁBÆRT þar!!!!!!!! Vá ég var ekkert smá fúl yfir að þurfa að fara þaðan í gær !
Umferðin þarna er ekkert smá skrautleg maður sér: Hestavagna, golfbíla, minipallbíla, mótorhjól, vespur, hjolavagna, reiðhjól og bara ég veit ekki hvað ! :)
Ég ætla ekkert að vera að skrifa meira þú sérð þetta allt þegar þú kemur þangað :) :) :)
Á hvaða hótel er annars verið að fara ?
P.S ef þú ert að fara með Heimsferðum þá er flugfélagið Ítalskt og það eru ekki sjónvörp í flugvélinni. Þú gætir líka lent í því að áhofnin er ekkert smá barnaleg t.d eru með einhver Kung Fuu tilþrif og eru að læsa sig inná klósetti svo að “óvinurinn” nái þeim ekki. og þá eru þau líka öskrandi. (þau voru þannig hjá mér í gær, en ég hló nú bara af þeim)
En eins og ég segi það var nú bara alveg frábært þarna :):)
Hafðu þökk fyrir,þó svo engar upplýsingar seu í póstinumn,hótelið sem ég að far á heitir Astoria. Er farinn að telja í klukkustundum þangað til ég fer. Sem sagt maður á að vera með nóg að drekka og éta áður en maður stígur upp í vélina,en er það satt þegar maður fer á veitingastað og pantar ser steik þá kemur bara steikin því maður pantaði ekki kartöflur og annað meðlæti,þarf að panta það ser.
Ég var líka á Astoria, ég held að sundlaugarvörðurinn sé eitthvað furðulegur. Hann er alltaf í mjög þröngum stuttbuxum og þær eru annað hvort bláar eða rauðar síðan situr hann alltaf með fæturnar upp í loft og glápir á fólkið.
Ef ég væri þú myndi ég taka með mér mikið vatn ef þú ert að fara á ströndina !! og ef þú vilt ódýra sólarbekki farðu þá frekar á strönd 19(hótel ströndina)heldur er 26, íslendingar fá afslátt þar af sólbekkjum :)
Annars er víst mjög góður veitingastaður í gamla bænum sem að ég man ekki alveg hvað heitir en mig minnir að það byrjaði á V. Allavegana er mælt með honum í möppunni sem er niðri i móttöku á hótelinu.
Farastjórarnir eiga ekki eftir að svara þér ef þú spyrð t.d var það ekki kl 9 sem að átti að mæta niður á strönd??? Heldur segja þær: Það stendur á auglýsingartöflunni.
Ef þú vilt fá að vita eitthvað meira , spyrðu þá bara ég reyni að svara því :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..