Já, ég fór eitt sumarið á ferð um Evrópu. Fyrst fór ég til Þýskalands svo tók við Austurríki og ég endaði í Slóveníu.
Þetta land sem allir halda að þar sé stríð í gangi (sem er ekki), er undurfallegt og mjög viðkunnalegt. Fólkið þarna kann góða Ensku og er gríðalega skemmtilegt og það vill gera allt fyrir mann. Djammið þar er mjög skemmtilegt, líkt okkar en aðeins betra og auðvitað muuuuuun ódýrara. Höfuðborgin heitir Ljubljana, soldið subbuleg en það er allt þarna innan seilingar. Margar útihátíðar og skemmtanir. Það er ekki langt að fara til að skella sér í kayak niður eina langa á sem er frekar erfið, ótrúlega gaman samt.
Svo er einn bær sem er í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborginni sem heitir Bled. Þessi bær er sá friðsælasti sem ég veit um, þarna er eyja úti á vatni, á eyjunni er kirkja. Fjöll allt í kring og kastali upp á einu fjallinu sem tekur korter að labba upp að. Undurfagur staður sem allir ættu að kíkja á.
Svona lít ég á þetta snotra land sem ég mæli eindregið með að sem flestir ættu að allaveganna skoða á korti :)