Hvað ætlaðu að vera lengi og hvað ætlarðu að eyða miklu á dag? Borgar þú hótelið fyrirfram og er einhver matur innifalinn? Hvað ætlarðu að skemmta þér mikið og hefurðu hugsað þér að versla?
Allt þetta skiptir máli. Ferðaskrifstofurnar eru með í bæklingum sínum verðlagið í þeim löndum sem þær eru að selja til þannig að þú ættir að geta séð þar hvað eitthvað kostar. Reiknaðu svo bara saman hvort þú ætlar út að borða á hverju kvöldi og hvort þú ætlar að drekka og fara á klúbba eða sitja heima á herbergi og éta jógúrt.
Hvað sem þú ákveður að taka með þá þarftu líka að skammta þér peninginn niður á daga svo þú klárir hann ekki fyrstu 3 dagana. Ef þú tekur meira með, þá geturðu alltaf skipt því aftur þegar þú kemur heim.