Jæja, í ágúst ætla ég að reyna að skella mér ásamt vinkonu minni til Dannmerkur í 1 og 1/2 viku. Vinkona mín fer á undan en ég kem svo á eftir henni ein! Spurningin er hefur einhver af ykkur sem að stundar þetta áhugamál farið til Kaupmannahafnar einn og þurft að taka lest til Århus þaðan? er þetta mjög löng leið og er sniðugra að taka flug til Billund? Ég myndi helst vilja fá svör fyrir morgundaginn vegna þess að þá ætla ég að panta flugið!
Ef þið vitið um sniðugar síður með lestarferðum og eitthvað þannig þá megið þið endilega koma því inn í svörin ykkar
Bestu kveðjur Helga