Norræna fer frá Seyðisfirði á hádegi á fimmtudögum en áætlunin er þannig að hún fer fyrst til Færeyja, svo Hanstholm í Danmörku og er þar á laugardegi, svo Færeyjar aftur á mánudegi, svo Lerwick á Shetlandseyjum mánudagskvöld og svo Bergen og þar er hún á hádegi á þriðjudegi. Verðið er frá 1560 NOK fyrir einn í svefnpokaplássi.
Annars er Norræna á <a href="
http://www.smyril-line.fo/">
http://www.smyril-line.fo/</a> og Íslenska umboðið fyrir hana er hjá Terra Nova á <a href="
http://www.terranova.is/">
http://www.terranova.is/</a> Ég myndi tékka á því líka hvort þeir ætlast til að þú gistir í Færeyjum frá föstudegi til mánudags meðan ferjan siglir til Danmerkur og til baka því það kostar þig þá náttúrulega líka.