Kristjanía er náttúrulega möst. Þetta er klassíska er langauðveldast að afgreiða í einni bátsferð frá Nyhavn.
Svo mæli ég eindregið með því að rölta Nörrebrogade og fá sér Shawarma (það þarf að flytja inn fleiri Tyrki til Íslands svo það verði hægt að kaupa Shawarma á Íslandi). Það er mikið líf í þeirri götu. Útfrá henni er Ravnborggade sem er full af antíksölum. Svo er það ströndin - og Bakken - og Istegade - og lítil gata útfrá Vesterbrogade sem heitir Værnedammsvej. Ekta pínulítil stórborgargata.
Þú finnur líka fullt af sniðugum upplýsingum, linkum yfir á tónleikavefi og fleira á
http://www.TheShortcut.To/dan-info Góða skemmtun