Er einhver búin að plana eitthvað innanlands í sumar?
Ég fer allavega í Sælingsdalinn og á eitthvað ættarmót sem ég man ekki hvar er. Svo fer ég örugglega í slatta af skyndi-útilegum og vonandi aftur í Þórsmörk.

Mig langar rosalega að fara hringinn aftur. Ég fór þegar ég var lítil en þá slepptum við Vestfjörðunum. Ég er búin að vera að nauða í mömmu og pabba, kannski förum við á næsta eða þarnæsta ári… ég ætla allavega að sjá til þess. Mér finnst svo ofboðslega gaman að vera í bíl. Því lengra því betra. Hlusta alltaf á Cd playerinn alla leiðina, núna er ég búin að kaupa straumbreyti þannig að ég get tengt tækið við sígarettukveikjarann í bílnum, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af batteríinu.

Er einhver sem ætlar að gera eitthvað spennandi eins og að hjóla/sigla/labba..? Segið endilega frá! Mig hlakkar svo til sumarsins!<br><br><i> Ég styð <font color=“#0000FF”> klassík </font> og <font color=“#800080”> Skjá einn </font>!! </i>

<a href="http://www.hugi.is/hp“> þetta </a> er snilld!

<font color=”#FF00FF“>”Eurovision“-kasmír síðan mín </font> er í smíðum. Þar eru lögin sem kepptu til úrslita og meira væntanlegt <a href=”http://kasmir.hugi.is/rectum">Hér</a