Ég mæli með Magic Kingdom, tekur alveg um 3 daga að skoða allan garðinn en ótrúlega mikið hægt að gera á einum degi, þar eru allar disney fígúrurnar, skrúðganga með þeim öllum og allskonar tæki og rússíbanar og fleira.
Svo er MGM líka frábær, kvikmyndagarður, æðisleg sýning sem er þar öll kvöld kl. 8, ekki gleyma að fara í Tower of terror (minnir að það heiti það)
Svo er Downtown Disney algjör snilld, svona sem þú ferð í seinni partinn, endalausir skemmtistaðir og diskótek og búðir og fleira. Countrystaður, Rokkstaður, o.s.frv.
og ef þú vilt fara í vatnsgarð þá er Blizzard Beach skemmtilegri heldur en Thypoon Lagon.
EF þú ert mikið fyrir menningu og listir og solleiðis skaltu fara í Epcot, annars ekki, ekki mikill skemmtigarður.
Svo er Animal Kingdom bara stór dýragarður.
Góða skemmtun, það er ekkert skemmtilegra hægt að gera í heiminum en fara í Disney garðana:) og eitthvað sem öllum langar að gera aftur og aftur og aftu