Ég veit ekki hvort þetta á heima undir Bókmenntum eða ferðalögum, en mér fannst ferðalög passa örlítið betur.
Þessi ágæti vefur, bookcrossing.com rifjaðist upp fyrir mér fyrir stuttu þegar ég var að ræða bækur. Hugmyndin er þessi: Þú skilur eftir bók einhvers staðar, svo annar geti lesið hana.
En áður en þú gerir það, þá skráirðu eintakið á bookcrossing.com. Síðan geturðu fylgst með bókinni þinni á heimsíðunni.
Ef þú finnur bók með bookcrossing merki, þá byrjarðu náttúrulega að skrá fundinn á bookcrossing.com.
Reyndar er ég hissa á hversu lítil traffík er þarna. Topp bækurnar eru með 10-25 færslur. Þar af eru nokkrar sem beinlínis eru dagbækur fyrir bookcrossing. (Sniðug sjálfsvísun)
En nokkur dæmi þarna eru um bækur sem hafa farið frá Ítalíu til Hollands, aftur til Ítalíu, síðan til Portúgals, Spánar og aftur Portúgals.
Ég er að hugsa um að taka til í bílskúrnum og skella eins og 3-4 bókum út á BSÍ í vor, þegar túristarnir fara að koma, það verður gaman að sjá hvert þær lenda.
J.