Sæll spazzi,
Ég var skiptinemi fyrir langa löngu og var lengi sjálfboðaliði hjá AFS.
Hvað varðar áhyggjur þínar með að lenda hjá fólki sem þér líkar ekki, þá kemur náttúrlega fyrir að nemi og fjölskylda passi ekki saman af einhverjum ástæðum en AFS er með gott stuðningskerfi (trúnaðarmenn) og þú átt að geta leitað til þeirra ef þú lendir í slíkri aðstæðu og ef ekki er hægt að leysa vandann á annan hátt þá er neminn oft fluttur til annarrar fjölskyldu. Það sem skiptir mestu máli er viðhorfið hjá þér, að vera tilbúinn til að aðlaga þig og prófa nýja hluti og sætta þig við að margt er öðruvísi en þú ert vanur.
Hvað varðar að fólk gleymi þér, þá held ég að það sé lítil hætta á því (og ef það kæmi fyrir þá áttu nú ekkert sérstaklega góða vini!). Spurningin er frekar hvort að þú eigir eftir að njóta þín svo vel og breytast það mikið að þú viljir helst “gleyma” gömlu vinunum;-)
Og ég held að það sé ósköp eðlilegt að hafa smá áhyggjur, sérstaklega kannski áður en maður fær nánari upplýsingar, t.d. staðfestingu á landi og upplýsingar um fjölskyldu eða fer á undirbúningsnámskeið. Reyndu bara að einbeita þér að því af hverju þú vilt gerast skiptinemi og ekki vera feiminn við að spyrja út í atriði sem þú hefur áhyggjur af/ert að velta fyrir þér.
Gangi þér bara vel og ég vona að þú njótir skiptinemaársins ef þú ákveður að skella þér út! Og endilega segðu hvert þú ert að spá í að fara, ég var sjálf í Suður Ameríku.