Ég og vinur minn ætlum að fara eitthvað til útlanda næsta sumar. Spurningin er hvert ættum við að fara. Við viljum ekki fara til einhverra útbrunna túristastaða eins og Mallorca, Benidorm o.s.frv.

Á kilroytravels.com má finns flugfarseðla til Rio í Brasilíu fyrir ca. 30.000.- kall frá Kaupmannahöfn (aðra leið). Það gæti verið skemmtilegt að vera allt sumarið í Brasilíu. Þar er ódýrt að lifa, en verst er að finna vinnu því að maður talar ekki þeirra tungumál og fleira í þeim dúr. Ef maður leitar til USA má finna farseðla til LA fyrir 20-30.000 aðra leiðina. Þarna væri hægt að finna einhverja vinnu, en þá er alltaf eitthvað vesen að fá atvinnuleyfi. Annað vesen við borg eins og LA er að finna íbúðir því að ég var að leita á síðum eins og rent.com og þar er ekkert hægt að finna neitt undir 100.000 kalli á mánuði…það eru yfirleitt 5 herbergja íbúðir með sundlaug og öllum pakkanum.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvað við gætum gert næsta sumar þar sem maður er ekki innan um Íslendinga allan tímann, en er samt svolítið framandi og skemmtilegt.

Látið endilega vita hvað ykkur finnst…

kv.
Nonni