Í fyrsta lagi, þá er eiginlega skilyrði að koma sér upp smá varasjóði til að borga húsnæði og fæði í einhvern tíma, meðan á atvinnuleit stendur yfir. Held það sé ekkert grín að vera einn og yfirgefinn, svangur og kaldur í ókunnugu landi. Ef þú þekkir einhvern sem býr úti þá er alltaf kostur að fara nálægt honum til að hafa einhvern til að leita til ef eitthvað kemur upp á. Svo eru reyndar flestir íslendingar erlendis einstaklega góðir við aðra ævintýramenn sem lenda í vandræðum þannig að spurning um að reyna að komast í samband við einhvern í viðkomandi landi.
Ég persónulega færi aldrei út með skuldir á bakinu, það er ekkert grín að stökkva frá vinnu og því sem maður telur öruggt umhverfi hér heima og fara í eitthvað ævintýri þar sem allt getur gerst. Þannig að borga skuldir upp áður en þú ferð.
Ég myndi svo mæla með að fara til lands þar sem við höfum sendiráð. Þeir geta oft bjargað manni með ótrúlegustu hluti ef eitthvað fer úrskeiðis. Danmörk væri góður kostur, sérstaklega þar sem það eru ansi mikið af íslendingum þar. Þýskaland einnig og svo auðvitað Noregur og Svíþjóð. Held að landið í sjálfu sér skipti ekki svo miklu máli meðan það er ekki í Afríku eða álíka. Bara spurning um hvað þig langar.
Kostnaður við flutninginn fer nú eftir því hvað þú kemur til með að taka með þér. Ef það er maki og 2 börn, húsgögn og læti þá er kostnaðurinn töluverður. Ef þú ert aftur á móti einn og ætlar ekkert að taka mér þér, þá fer það eftir verðlagi hvers lands því allir þurfa að fá sér rúm og sjónvarp :)
Ég held að það borgi sig að vera búinn að tryggja sér húsnæði áður en farið er af stað. Sendiráð viðkomandi lands ætti að geta bent þér á leigumiðlanir, og vinnumiðlanir. Fyrst þú ert þá komin til þeirra á annað borð þá væri ekki kjánalegt að spurja þá út í atvinnuástandið í landinu og hvernig þú átt að bera þig að til að fá atvinnuleyfi.