Endilega skelltu þér. Ég fór tvisvar og skemmti mér mjög vel.
Almennt er fólki komið fyrir í stúdentaíbúðum eða heimavistum. Þú gætir þurft að deila herbergi með einhverjum en ef svo er, þá borgarðu alla vega lægri leigu :) Vinnuveitendur ráða líka Nordjobbara oft ár eftir ár og engar rosalegar kröfur, allt í lagi að mæta þunnur og svoleiðis. Svo er mikið félagslíf í Nordjobb, ferðalög og skemmtikvöld. Þú mátt búast við að kynnast meira hinum norðurlandaþjóðunum heldur en fólkinu í því landi sem þú ferð til.
Alla vega skaltu endilega fara og reyndu að fá dagvinnu svo þú missir ekki of mikið af félagslífinu og helst útivinnu til að njóta skandinavíska sumarsins.