upplýsingar: spánn Spánn er 504.782 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 36 milljónir (70 íb./km²). Þingbundin konungsstjórn. Baleareyjar og Kanaríeyjar tilheyra Spái auk Plazas de Soberania í Norður-Marokkó. Höfuðborgin er Madrid með u.þ.b. 3,4 milljónir íbúa. Landið er fjöllótt. Hæsti tindur Pýreneafjalla er Pica de Aneto, 3.404 m hár. Í suðri er Betanska Kordillere með Sierra Nevada og þar er Mulacén hæstur, 3.478 m.

Í vesturhluta landsins ríkir Atlantshafsloftslag, í suðri og austri Miðjarðarhafsloftslag en miðbik landsins hefur þurrt og heitt meginlandsloftslag. Þar eru þurrar grassteppur. Mikið er um beyki, eik og eðalkastaníutré í Pýreneafjöllum. Við Miðjarðarhafið vaxa helzt ólífutré, korkeik og döðlupálmar.
Stærstu borgir eru: Madrid (3,4 millj. íb.), Barcelona (2,2), Sevilla (570 þ.), Saragossa (440 þ.), Bilboa (520 þ.), Málaga (400 þ.) og Murcia (270 þ.). Aðalhafnarborgirnar eru Barcelona, Valencia, Málaga, Vigo, Cadiz og Huelva.

Atvinnuvegir

Landbúnaður:U.þ.b. fjórðungur íbúanna stundar enn þá landbúnað. Akuryrkja er veigamest (hveiti og bygg um miðbik landsins, maís og rúgur í norðurhlutanum og hrísgrjón við Miðjarðarhaf). Ræktun ávaxta er mikið stunduð á áveitusvæðum við Miðjarðarhafið, t.d. appelsínur, sítrónur, ólífur, rifs, fíkjur, epli (granat), möndlur og mórber. Kvikfjárrækt er stunduð í miðhluta landsins, aðallega sauðfjár- og geitarækt. Nautgriparækt er helzt í norðurhlutanum.
Fiskveiðar:eru mikilvæg atvinnugrein.
Námugröftur:Járn, sink, silfur, mangan, wolfram, magnesít, úraníum, gull báxít, antimon og steinsalt.
Þungiðnaður er mikilvægur: Skipasmíðar, vélaiðnaður og bílaframleiðsla. Auk þess vefnaður og efnaiðnaður.
Ferðaþjónustan er afarmikilvæg atvinnugrein um land allt, einkum þó við sjávarsíðuna.

Samgöngur á landi: Járnbrautir og vegir eru í ágætu lagi

Vín: Í Spáni er mjög fjölbreidd víngerð, blanda af gömlum hefðum og nýjungum. Gæða skiptingin í Spáni fer eftir því hversu lengi vínið fær að liggja á eikartunnum sem er nokkuð frábrugðið AOC og DOC reglum Frakka og Ítala.