Já, ég kem reyndar ekki oft á þetta áhugamál en samt… ég ætla aðeins að segja frá mínum ferðalögum.
Síðan ég var eitthvað 5 eða 6 ára hef ég farið til útlanda á hverju ári. Mamma og pabbi fóru einu sinni með okkur krakkana og þá breyttist það í einhverskonar fíkn ;) Byrjuðum að fara til Mallorca og fórum næstu þrjú árin þangað svo byrjuðum við að ferðast til Spánar og hef farið á flesta ferðamannastaðina þar (Barcelona, Costa del Sol tvisvar, Benidorm og fl.) Svo hef ég farið til Portúgal, tvisvar og sonna. Nú er ég búin að fá leið á sólarlöndunum og ætla bara að heimta næst að fá að fara til einhvers menningarlands, eins og Frakklands, Ítalíu og álíka. En svo hef ég líka farið til Danmörku og Svíþjóðar (tvisvar). Já, svo langar mig líka að fara til Bandaríkjanna og Englands. Já, hef gaman af því að ferðast og ætla mér að ferðast mikið í framtíðinni. Stefni á að fara til Frakklands, Ítalíu eða Bandaríkjanna til að læra fatahönnun og svona. Það væri gaman. Svo langar mig líka að fara sem skiptinemi en þið vitið hvað það er dýrt, í hálft ár er það 484 þús en í heilt 500 og eitthvað þúsund. Svolítið skrítið hve lítill munur það er. Ég myndi persónulega aldrei vera í heilt ár, alltof mikið og væri gaman ef einhver sem les þetta hefur farið sem skiptinemi einhvert að segja frá því, sem grein, kork eða svar við þessu. Langar að vita hvernig þetta er. Hef auðvitað farið á netið og kíkt á þetta og lesið bæklinginn sem mér var sendur frá afs spjaldanna á milli. Það væri rosalega gaman en erfitt, sérstaklega í sambandi við skólann sem er mikill hluti af þessu. Sumir skólar búast við því sama frá öllum nemendum hvaðan sem þeir koma! Jæja, ætli ég ljúki þessari grein bara svona: Verið óhrædd við að lýsa skiptinemareynslunni ykkar og ferðalaga almennt!!!