Það var glaðbeittur, sirka 50 skáta hópur sem lagði af stað frá Smáralindinni í rútu á föstudaginn. Leið lá upp í Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar átti að gista í aðstöðu æfingasvæðis landsbjargar. Fólk var nú mishresst í rútunni en varð nú ívið frískara eftir pissu/matar stopp í Borgarnesi þar sem við fórum í mjög svo massaðan kynningarleik. Þess má geta að einnig voru hjálparsveitarmenn með í för en voru á hjálpasveitarbílum, þannig að við vorum ekki samferða.
Þegar í Gufuskála var komið komum við okkur fyrir á gólfum og fórum svo út í næturleik. Hann var svo sem fínn, ég var kannski örlítið of þreytt til að skemmta mér mikið en þetta var samt ágætt. Svo sveifluðum við okkur bara í svefnpokana og fórum að lúra.
Dagin eftir vorum við vakin allt allt of snemma við fagran morgunnsöng mótstjórnenda. Þess má geta að ég var einstaklega morgunfúl; eins og venjulega.
Eftir morgunmat vorum við drifin út í 12 tíma póstaleik á vegum hjálparsveitanna og hann var algjör snilld. Hérna kemur smá yfirlit yfir póstana og var hver póstur um klukkutími.

Vaða á

Hérna var kennt hvernig á að vaða á og það var bara vel gert, mikið betur gert heldur en í fyrra. Áin var nokkuð straumhörð þegar ég fór yfir (enda ringdi mikið dagin fyrir), en þessum pósti var breitt í vaða sjó seinna um dagin þar sem áin var bara orðin lítill lækur.

Björgunnarbátar

Þarna vorum við klædd í þurrbúninga sem reyndust svo allt annað en þurrir, meira svona blautbúningar eða rennadiblautbúningar. Við áttum síðan að stökkva í sjóinn úr höfninni, svona cirka 5 metra, en svona lofthræðsluskræfur eins og ég og nokkrir fleiri hoppuðu bara úr trillu sem var þarna við. Svo áttum við að synda baksund smá spotta og ég er einmitt með óendanlega miklar harðsperrur eftir það. Síðan vorum við látin klifra upp í gúmmíbát, en öllum tókst það nema mér en ég var dregin upp í hann (Já ég er eymingi. Þá áttum við að hvolfa björgunnarbát og klifra upp í hann(klifra klifra, alltaf verið að klifra. Þoli það ekki) Svo bara fórum við og bundum bátinn við staur og klifruðum upp stiga. Þegar upp var komið fór ég úr búningnum og hellti úr honum öllu vatninu. Þess vegna var svona erfitt að klifra upp:) Svo fóru þeir sem voru blautir, allir nema einn, hann slapp alveg, og skiptu um föt, saltir og myglaðir.

Fjarskiptafyrirlestur

Við fórum á fjarskiptafyrirlestur hjá Gumma súkku, sem var meira en lítið skemmtilegt powerpoint show sem við hlógum mikið af. Fróðlegt og fyndið.

Rötun

Fengum talstöð og áttavita og áttum að finna flögg með hjálp áttavitans og fá næstu stefnu í gegn um talstöð. Ekkert sérstaklega gaman, en maður lærði þó á áttavita;c)

Þrautabraut

Eini beinlínis leiðinlegi pósturinn. Áttum að bera þungar böru einnhvern leiðinlegan hring. Við skemmtum okkur þó ágætlega við að svindla á umsjónarmönnum póstsins með því að skilja eftir þungu spíturnar sem voru undir dúkkunni svona rétt við endamarkið til að athuga hvort þeir föttuðu það. Nota bene, þeir föttuðu það og fannst það EKKI fyndið. Sumir hafa ekki húmor

Skyndihjálp

Það var ekkert sérstaklega gaman og Gaui froskur er ekki skemmtilegur kennari. Ægisbúar kunna ekki skyndihjálp.

Rústabjörgun

Eins óspennandi eins og þetta hljómar, þá var þetta einstaklega gaman. Við vorum látin skríða um þröng göng og húsagrunna og enda í gám. Það var svo spennandi og erfitt og bara alger snilld. Allir með marbletti á hnjánum samt. Virkilega góður póstur.

Klifur

Við vorum látin klifra lítinn klett. Af fenginni reynslu þá ákvað ég að ég gæti ekki einu sinni reynt þetta af því að ég get bara ekkert klifrað. Held samt að flestum hafi fundist þetta frekar lásí klettur, allaveganna heyrði ég það.

Sig

Bjargsig. Kannski svona tíu metrar, veit það samt ekki. Mjög gaman. Alltaf gaman að síga!

Svifbraut

Vorum í sigbelti og látin svífa á kapli niður af kletti og niðrí fjöru. Sumir festust á miðri línunni. Mjög gaman. Glæsileg baklending oní polli hjá henni Bergdísi.


Ég held alveg örugglega að ég hafi ekki gleymt neinum pósti.

Eftir þetta skipti fólk um föt og chillaði örlítið fyrir matinn sem hann ásgeir eldaði, sem er annað en í fyrra.

Svo var kvöldvaka þar sem að ég og Robbi landnemi strömmuðum gítarinn og flestir sungu hástöfum. Hápunkturinn var án efa þegar hann Daði skaut öllum ref fyrir rass í sérstöku kústabragði. Og svo auðvitað slideshowið sem að Einar Elí og rauðhærðigaurinn sem ég veit ekkert hvað heitir gerðu. Það var massa fyndið.
Ég fór nú bara fljótlega að sofa, sökum mikillar þreitu eftir daginn, en sumir skemmtu sér fram á nótt í ýmsum þrautum, til dæmis að fara hringinn í kringum boðplötur án þess að snerta gólfið. Ég hef ekki séð þetta gert þannig að ég úrskurða það: Ekki hægt

á sunnudeginum vorum við vakin við hið óviðjafnanlega lag, Oh what a beautiful morning, sem ég by the way kann utan að. Það er sko stemming að vakna við það!

Þá fórum við í metamót sem ds Fenris skipulagði. Þar var ýmislegt skemmtilegt gert, en hápunkturinn var kappátið. Það sigraði Stebbi úr minni sveit með slíkum glæsibrag að ekki hefur annað eins sést síðan Þór þrumuguð drakk úr horninu hálfan sjóinn. Nei núna er ég bara með eitthvað sjó off af því að ég er búin með snorra eddu. Hann sem sagt át óhrært skyr og drakk heila skál með mysu og þeittum rjóma á þeim tíma sem allir hinir voru rétt hálfnaðir með skyrið. Hann var mjö fúll yfir því að fá ekki meira! (Þess má geta að margir kappátarar kúguðst svo mikið að þeir ældu, en hann sleikti bara skyr skeggið og brosti)

Ds Ögrun vann metamótið með glæsibrag eins og í fyrra.

Svo var smá fyrirlestur frá hjálparsveitinni.

Síðan drifum við okkur að pakka og taka til og hoppuðum upp í rútu og heim í ógeðslegu veðri.


Mótið var í alla staði mjög vel heppnað, mikið skemmtilegra og fjölbreyttara heldur en í fyrra og ég mæli með að ALLIR drífi sig með næst!

Vona að þið hafið nennt að lesa þetta, þetta varð nú örlítið lengra heldur en ég ætlaði mér. Eins vil ég afsaka ef þetta kemur skringilega út en línurnar verða einhverra hluta oft stuttar hjá mér.


Bestu skátakveðjur,
Inga Ausa