Farið til Canada! :) Ég var svo heppin að fara til Canada í sumar og ég sé alls ekki eftir því. Ég var það í 6 vikur og kynntist þar af leiðandi landinu og háttum nokkuð vel. Það er alveg yndislegt þarna og ég myndi setja þetta með efstu löndum sem að maður verður að heimsækja. Það er svo fallegt landslag þarna, fullt af trjám, villtum dýrum og síðan eru Canadamenn með mikið af svona menningarþorpum sem að eru látin líta út eins og allt gerði fyrir um það bil 100-150 árum. Gömul hús eru þar sem að hafa verið gerð upp í þeim tilgangi og gamlir munir settir inn í þau og þar eru einnig leikarar sem að leika fólk sem að var uppi á þeim tíma. Misfrægt auðvitað…allt frá fólkinu í eldhúsinu upp til þingmannsins.
Einnig er ódýrt að versla í Canada og alveg haugur að hlutum til að gera daginn út og daginn inn.
Ég fór meðal annars á Íslendingaslóðirnar í Manitoba og hitti fólk úti á götu sem að töluðu Íslensku. Upplifði Íslendingadaginn(eitthvað sem að allir Íslendingar ættu nú að prufa!) og fleira og fleira…
langði bara að benda fólki á :)

http://www.gov.mb.ca/index.shtml
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making