Núna er ég aðeins að hugsa um hvað ég ætli að gera á næsta ári. Útskrifast úr skóla og svona og langar að ferðast eitthvað um heiminn. Fer líklega til bandaríkjanna í 3 mánuði og er í rauninni ekkert þar sem ég þarf aðstoð við (var þar í sumar).
En þar sem maður fær bara 3 mánaða ferðaleyfi þá langar mér að kíkja eitthvað annað eftir það, og var þá einna helst með Brasilíu í huga, borgina Curitiba til að vera nákvæmur á því. Hefur einhver hérna ferðast til Brasilíu? Ég hefði nefninlega áhuga á því að vita hvernig margt gengur fyrir sig þarna, hvort að það sé almentn hægt að bjarga sér á enskunni eða hvort það þurfi að tala portúgölsuna, og ef svo er, þarf þá endilega að læra brasilísku málýskuna eða er “normal” portúgalska (væntanleag sú sem er kennd hérna heima) nóg?
Svo er líka annað sem ég hef miklar áhyggjur af, þar sem ég er að fara út til að æfa frekar hardcore íþróttir, þá geri ég ráð fyrir því að meiðast líklega eitthvað þessa 3 mánuði sem ég ætla ða vera þarna, vitiði eitthvað hvernig slysatryggingar í brasilíu eru? Er auðvelt að finna sjúkrahús þarna sem er óhætt að fara á og taka við tryggingarpenign frá íslandi, og svo líka hvaða tryggingarfyrirtæki er best að tala við hérna heima í sambandi við svona.
Allar aukaupplýsingar sem þið lumið á væru líka vel þegnar ;)
Takk fyrir!