Íshæk 2002
Það var á nokkuð myndarlegum laugardegi, daginn fyrir Pálmasunnudag að 21 skáti lagði af stað frá Kröfluvirkjun og var stefnt á Gæsafjöll. Ferðasaga sú sem hér verður sögð er saga af nokkuð margra ára gamalli hefð sem lýsir sér í því að um hverja páska fara skátar frá Akureyri í 4-5 daga vetrarferð á gönguskíðum, ferðin er kölluð Íshæk.
Klukkan var eitthvað milli 10 og 11 þegar gangan hófst en veður var nokkuð “megnþétt” þegar lagt var af stað, ekki frábært en þó ekki slæmt. Færið var nokkuð gott og skilaði það sér í góðum ferðahraða, sem aftur á móti skilaði sér í því að við vorum að sporðrenna löngum vegalengdum á nokkrum klst. En á móti því kom að fararstjórar ferðarinnar höfðu ákveðið að taka með sér “púlku”. Sá hinn sami og hverji sinni dró púlkuna var mjög svifaseinn og þurfti reglulega nokkuð “MJÖG” oft að stoppa til þess að bíða eftir “púlkudreglinum” Einhverntímann eftir hádegi var síðan áð til hádegismatar.. Þar sem að hópurinn var staddur á hrauni lentu sumir í þeirri skemmtilegu lífsreynslu að stíga niður þar sem ekkert var undir snjónum og finna þar hinar dýrindis gryfjur til að matast í . En á meðan matast var fór veðrið fyrst að stríða okkur. Allt í einu fór að snjóa þessum örfínu snjókornum sem voru svo fín að allt varð rennandi blautt, vei vei gaman það. Við drifum okkur af stað rennandi blaut en ekki leið á löngu þangað til að hann hætti að snjóa og byrjaði að blása (sem er gott fyrir vindþurrkunina). Áfram var gengið og fljótlega var komið að Gæsaföllum, eitthvað í kringum 3-4, en Gæsafjöll höfðu einmitt verið áætlaður næturstaður ferðarinnar. Þeirri áætlun var fljótt gleymt og var stefnan tekin á Einbúann sem er í nokkurra km fjarlægð frá Gæsafjöllum og var þangað komið um 6- leytið nú í glampandi sólskini, veðrið hélst þó ekki lengi þannig því að meðan á tjölduninni stóð tók hann að rigna þessum helv. regndropum. Regninu slotraði þó fljótt en ekki þornuðu fötin þó að það væri byrjað að blása. Reyndar tjölduðu ekki allir því 3 einstaklingar tóku sig til og grófu snjóhús en þeir voru ekki þurrari en aðrir. Síðan eftir að flestir höfðu farið í party í tjaldinu hans Sigga T. þá var farið að sofa.
Morguninn eftir var vaknað í léttu chilli og ekki lagt af stað aftur fyrr en um kl.10 en veðrið þann daginn var þó mun stöðugra og færið engu síðra og vegna þess hve hópurinn flaug hratt áfram var ákveðið að fara ekki beina leið í skálann heldur ganga til vítis, stóra og litla. Þegar þangað var komið tilkynnti Róbert sunnlendingur okkur það með dómaraflauti að það væri “Vídi”(skrifað VÍTI). Við Litla-Víti var hádegisverður snæddur og að honum loknum var gengið í átt að Þeistareykjum gangan gekk vel, góður hraði var á liðinu og var komið að hinni merku brekku fyrir ofan skálann eitthvað um kl. 15. Þessi brekka er svo stórskemmtileg að því leyti að meirihluti hópsins var á engann hátt hæfur í því að fara niður brekku á gönguskíðum, því var þetta hin mesta skemmtun fyrir okkur sem fyrstir vorum niður. En þá er komið að skálanum. Þeistareykjaskáli stendur á Þeistareykjum,(augljóslega) sem er jarðhitasvæði, heitt vatn er leitt inn í skálann og er skálinn að jafnaði einhverjar 20°C áður en skrúfað er frá heitavatnsrennslinu. Þar sem að ferðalangar voru að jafnaði nokkuð votir eftir úrkomurnar daginn áður höfðu flestir hugsað sér gott til glóðarinnar, nú skyldi þurrka fötin. En nei. Því miður var einhver bilun eða eitthvað þessháttar í lögnunum sem leiddu heita vatnið inn í skálann og skálinn var skítkaldur, enginn hiti og fötin voru seint á leiðinni að þorna, það var þá bara látið gilda einu og var gengið inn í skálann, borðað og svo að lokum fóru allir að sofa.
3. dagur. Þessi dagur er löngum þekktur í íshæki sem hvíldardagur, frá íshæki 2002 verður þessa dags minnst sem “skíðbrotndags” alls brotnuðu að ég held 3 skíði og nokkrir skíðastafir auk þess sem nokkrar bindingar fóru illa, og ekki má gleyma gleraugum sem fóru í köku í skíðastökkinu. Ég gleymdi víst að minnast á það að á þessum degi er keppt um bikar skiðasambands skáta. Keppnisgreinar voru, skíðastökk, þrautabraut og free-style atriði eitthvert. Sigurvegari var Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir. Ekkert markvert meira gerðist þennan dag og um kvöldið var snæddur hefðbundinn glæsikvöldverður auk þess sem í hópinn bættust 5 einstaklingar.
Dagur 4. Einhverjir ruglaðir sunnlendingar skildu greinilega ekki hvað orðið chill þýddi og voru tilbúnir upp úr 9 og þurftu því að bíða í klst. eftir öllum hinum, áfram var haldið af stað og gekk ferðin vel, þó þurfti að bíða þó nokkuð eftir púlkunni auk þess sem ónýt skíði drógu úr voru nokkuð til trafala. Eina verulega hindrunin á leiðinni var þegar að við gengum fram á misgengi í hrauninu sem við vörum stödd á, hindrun okkar var fólgin í því að við þurftum að leita okkur að leið niður klettana sem við stóðum á, við fundum leið á endanum, leiðin var í formi brekku og þurftum við að renna okkur niður brekkuna. Eins og áður var rennan nokkuð skrautleg en engu að síður skemmtileg, við brekkujaðarinn var síðan matast. Meðan á matnum stóð tóku nokkrir ferðalanganna sig tól og tóku að finna upp á skemmtilegum leiðum í brekkunni, skemmtilegast þótti fólki fall greinarhöfunds. Að hádegisverði snæddum var gengið af stað. Ekki hafði verið gengið langt þegar að ákveðið var að á til þess að bíða fararstjóra, biðin tók hátt í klst en það var ekkert verra þar sem að veðrið var æðisgengilega gott. “Bongó blíða” eins og það er kallað. Bongó blíðan var svo mikil að púlkufararnir fundu enga ástæðu fyrir því að klæðast. Á endanum komu púlkudreglarnir og haldið var áfram til Höskuldsvatns. Á leið okkar hittum við Óttar húsvíking, hann var á vélsleða, vélsleðar eru af hinu illa en þar sem þetta var nú einu sinni Óttar vorum við ekkert að dissa hann út af því. Svo komum við að Höskuldsvatni þar sem slegið var upp tjöldum. Þar tókst greinarhöfundi næstum því að kveikja í HELSPORT PASVIK tjaldi með hjálp MSR prímuss og Ortovox ullarlúffa, það bjargaðist, svo var Finnboga fararstjóra að þakka þó ég telji að eigi hefði kviknað í tjaldinu. Síðan var farið að sofa.
4.dagur. Sunnlendingarnir höfðu ekki ennþá lært hvað orðið chill þýðir og voru komnir á lappir fyrir kl. 9. Jæja gildir einu. Frá Höskuldsvatni var farið til Húsavíkur en á leiðinni versnaði veðrið til muna. Dagleiðin þennan dag var þó sú stysta og meirihluti niður brekku. Það var bara fyndið en það tókst. Hópurinn kom svo til Húsavíkur um kl.14. Þar var farið í sund og ferðinni lauk svo á Akureyri kl. 19.
Ég þakka bara fyrir lesturinn og bendi á það að það er enginn ferð flottari en ÍSHÆK