Dagana 29.Júlí til 15. Ágúst fóru 2 skátar frá Akureyri til Slóveníu á landsmót skáta þar í landi, við flugum út
til Munich í Þýskalandi til að taka aðra vél til Lubljana í Slóveníu, á keflavíkurflugvelli byrjuðum við á því að hitta
2 starfsmenn frá því á landsmótinu á Hömrum, en þeir voru einmitt á leið til Dusseldorf á leið sinni til Hollands.

Þegar til Lubljana var komið, fenguð við okkur leigubíl sem keyrði okkur á lestarstöðina, en þar var einmitt þetta
turist information center, afskaplega þægilegt fyrirbæri, töluðu ensku og allt :), þau vísuðu okkur á tjaldsvæði
þar í borg, og þar sem við erum nú skátar ákváðum við að ganga þessa litlu leið (leit ósköp lítil út á kortinu) en
reyndist svo vera amk 5km :). tjölduðum þá essu fína helsport tjaldi sem við höfðum fengið frá skátafélaginu okkar að
láni. Dagin eftir fórum við á lestarstöðina.. aftur gangandi því við kunnum ekki á strætókerfið :), Fundum okkur
lest á lestarstöð ekki svo fjarri bænum Tolmin sem landsmótið fór fram hjá, stöðin heitir Most Na Soci og lestarfarið
kostaði ekki meira en uþb 350 kr, þessi staður var vel öðruvísi en það sem maður hefur séð áður, fundum svo rútu sem fór
einmitt til Tolmin á sömu mínótu og við stigum útúr lestinni, farið í hana kostaði 100kr sem er ekki mikið :)
Það er ekki auðvelt að tjá sig við slóvena sem tala ekkert nema slóvensku! :) mér tókst þó að kaupa mér stuttbuxur með
miklum bendingum og veseni :) eftir svona 2 tíma rölt um bæinn við að reyna að finna stað þar sem 2 ár mætast (Soca og
Tolminka), fundum við ekki 2 ísraela sem voru einnig enskutalandi og leitandi að turist information center, þeir kunnu
eitthvað smá í málinu.. nóg til að spyrja til vegar.. og enduðum við á því að finna bæði upplýsingar og mótssvæðið.
Á svæðinu voru allmörg græn hertjöld og tókst okkur að komast að því að við vorum 2 dögum of snemma en jæja.. við tjölduðum
í einu horninu, skoðuðum bæinn og svona, daginn eftir voru slatti margir starfsmenn mættir og okkur boðið í kveldmat
hjá 2 slóvenum sem buðu uppá te og plómur í einhverju sem smakkaðist nú bara ósköpin öll vel :).

Svo hjálpuðum við til við að gera svokallaða Survivor braut sem einna mest mátti líka við drullumall í blandi við
vatnasaffarí, margvíslegar stórskemmtilegar þrautir :) þegar á leið á mótið kynntist maður helling af fólki
og ég fékk þetta dularfulla verkefni að vera leiðbeinandi í 2 daga hiki, sumsé yfir nótt í bívak, var ég með manni sem
heitir einmitt því skemmtilega nafni teddy, og ég teddi, mest dularfullt :) við fórum með einn hóp af fólki sem talaði
nánast eingöngu slóvensku en teddy talaði þó við mig á smá ensku :) svo fór ég líka sem leiðbeinandi í “All-day hike”
eins og hann vildi kalla þetta sem var ferð á fjallið KRN sem er 2245m og fjallið Bohija (2160m) sem er víst frægur sögustaður
úr fyrstu heimstyrjöldinni, fínasta ganga og hægt að taka nóg af myndum.. enda tók ég uþb 50 myndir á þessum 9 tímum sem
gangan tók, en það besta var að í ferðinni voru 5 skotar ég og slóveníi.. svo að sjálfsögðu var bara töluð enska allan tíman :)
frábært útsýni þarna og að sjálfsögðu var íslenski fáninn með í för á toppinn :) einnig var ég heilan dag í að leiðbeina
krökkunum í Survivor brautinni.. lærði allnokkur orð á slóvensku við það, svo að sjálfsögðu prófaði ég brautina.. þ.e. fór
með síðasta hópnum í gegn, ganga á línum, tarzan róla, fara í gegnum spottaflækjur, ganga á dekkjum í rólu, fara undir
göng full af vatni uþb 2m löng, dekkjagöng beint ofaní vatnið og í lokinn rennibraut út í ánna til að skola af sér leðjuna :)
ýmisar skemmtarnir voru alltaf um kvöldin, strandpartý (vegna mikillar rigningar :), dansleikur, tónleikar þar sem
ýmis dularfull atriði voru :).

Eftir mótið, bauðst okkur gising hjá skátahóp í höfuðborginni (Lubljana), þeir eiga þetta fína hús, svo kom það í ljós að
Skotarnir sem voru á mótinu bauðst einnig gisting þarna og þáðu þeir hana svo við urðum samferða þeim til Lubljana, Slóvenarnir
sýndu okkur alveg helling af borginni, kastalan, gömlu borgina, barmenninguna (ég drakk nú bara gos þó :P), skotarnir
fóru daginn eftir.. og slóvenarnir fóru með okkur á gamlan bóndabæ sem þeir voru á fullu að breyta í skátahús sem þeir
ætluðu svo að halda sumarbúðir þeirra þar, fínasta hús á 3 hæðum + háaloft, við fórum svo á kanó á ánni Kolpa sem markar
einmitt landamæri Slóveníu og Króatíu, svo ef maður fór yfir helminginn af ánni þá var maður kominn í annað land, sem við
gerðum “óvart” enda langaði mig ósköpin öll að geta sagst hafa komið þangað, fór það ekki betur en Sibbi félagi minn og
einn slóveninn veltu bátnum og fengu smá sundsprett.
Eftir góðan dag við landamærin fórum við til baka til Lubljana og gistum aftur í skátahúsinu þeirra áður en við lögðum af
stað til Keflavíkur, þeir keyrðu okkur út á flugvöll og voðarlega fínt, erfitt að skipta þessum gjaldeyri, skipta í evrur
og skipta þeim svo á íslandi.

Ég get ekki sagt annað en það er svakarlega gaman að taka sér til og ferðast í svona litlum hópum eitthvað erlendis á
skátamót, það eina sem hefði mátt vera betra er bölvuð rigningin sem herjaði á okkur alla daga, vorum þarna á tímanum
sem flóðin voru sem mest í löndunum í kring.
teddi