1912
Skátafélag Reykjavíkur (eldra) stofnað 2. nóvember, og starfar til 1917.

1913
Væringjar stofnaðir innan K.F.U.M í Reykjavík 23. apríl (sumardaginn fyrsta).
Hópur danskra skáta kemur til Íslands og ferðast um landið.

1914
Skátafélag Reykjavíkur gefur út blaðið “Skátinn”.

1916
Væringjar gefa út blaðið “Liljan”. Skátafjöldi 80 (drengir).

1917
Skátasveit Akureyrar stofnuð 22. maí.

1919
Í. S. Í. Gefur út “Handbók fyrir skátaforingja”.
Akureyrarskátar gefa út blaðið “Sumarliljan”.

1920
Skátafélagið Birkibeinar á Eyrarbakka stofnað.
Skátafélag stofnað á Seyðisfirði.

1921
Væringjar taka Lækjarbotnaskálann (gamla) í notkun.
Skátasveitin “Ísbirnir” stofnuð á Akureyri.

1922
Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað 7. júlí.

1923
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri stofnað 2. apríl.

1924
Skátafélagið Ernir, Reykjavík, stofnað. Íslenskur skáti Sigurður Ágústsson, tekur þátt í Jamboree í Danmörku.
Bandalag ísl. skáta talið stofnað 6. júní og viðurkennt af Alþjóðabandalagi skáta sama ár.

1925
1. Landsmót skáta haldið í Þrastarskógi.
Ylfingastarfsemi byrjar.
Haustleikamót skáta haldið í Reykjavík.
Skátafélag stofnað í Hafnarfirði 22. febrúar.
Kvenskátafélag stofnað í Hafnarfirði.

1926
Sigurður Ágústsson fer með skátaflokk til Ungverjalands (þetta er fyrsta utanlandsferð íslenskra skáta).
Haustleikamót skáta haldið í Hafnarfirði.
Skátafélagið Væringjar, Akranesi stofnað 13. maí.
Skátafjöldi 397 (drengir).
Væringjar, Reykjavík, gefa út blaðið “Liljan”.

1927
Fyrsti aðalfundur Bandalags ísl. skáta haldinn 17. júní og samþykkt lög fyrir bandalagið. Axel V. Tulinius kjörinn skátahöfðingi.

1928
2. Landsmót skáta haldið í Laugardal.
Rover skátar hefja starf 23. nóvember.
Merkjasala í fyrsta sinn og árlega síðan.
Skátafélagið Einherjar, Ísafirði, stofnað 29. febrúar.
Kvenskátafélag Akraness stofnað 25. mars.
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Ísafirði, stofnað 17. maí.
Ernir hefja útgáfu blaðsins “Skátinn”.
Skátafélagið Smári starfar á Siglufirði. Fyrsta hjálp í viðlögum námskeið fyrir skáta á Ísafirði haldið af Davíð Sch. Thorsteinssyni.

1929
2. Aðalfundur B.Í.S.
Kvenskátafélagið Valkyrjur, Siglufirði stofnað 2. júní.
Sigurður Ágústsson fer í kennslu- og eftirlitsferð til félaganna á vestur- og norðurlandi.
Tekinn upp sami búningur fyrir öll drengjafélög landsins.
Íslenskir skátar taka þátt í Jamboree á Englandi.
Skátafélagið Andvari, Sauðárkróki, stofnað 22. mars.
Einherjar, Ísafirði, reisa útileguskálann sinn Valhöll, í Tungudal.
Skátafjöldi 429 (drengir).

1930
3. Landsmót skáta haldið á Þingvöllum.
Skátar veita mikilsverða aðstoð við framkvæmd Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum.
B.Í.S. fær 500 kr. styrk frá Alþingi samkvæmt umsókn.
B.Í.S. gefur út Skátabókina.
Einherjar gefa út blaðið “Varðeldar”.
Valkyrjur, Ísafirði, hefja byggingu útileguskála síns, Dyngju.

1931
3. aðalfundur B.Í.S.
Skátaheimili reist á Akranesi.
Íslenskir skátar sækja mót í Kullen í Svíþjóð.
Skátafélög stofnuð á Seyðisfirði og Norðfirði.
Hendrik Thorarensen sækir alþjóðaráðstefnu í Vínarborg.

1932
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri endurreist 20. júní.
Ríkisstyrkurinn lækkaður í 100 kr. vegna kreppu í landinu.
Skipunarbréf gefin út í fyrsta sinn.
Íslenskir skátar sækja mót í Mandal í Noregi.
Rekkasveitin Fálkar stofnuð á Akureyri 17. mars og reisir útileguskála, Fálkafell.

1933
4. aðalfundur B.Í.S. 22 íslenskir skátar sækja Jamboree í Ungverjalandi.
Enskur skátaforingi, Mr. Reynolds kemur til Íslands og kennir undir Gilwell próf.
Skátafélagið Völsungar, Sandi, stofnað.
Skátafélagið Samherjar, Eskifirði, stofnað 31. október.

1934
Aukaaðalfundur B.Í.S. um ný lög. 5. aðalfundur B.Í.S. haldinn strax á eftir.
Íslenskir skátar sækja mót að Vermalandi í Svíþjóð.
Kvenskátafélagið Liljan, Hafnarfirði stofnað.
Skátafélagið Valur, Borgarnesi, stofnað 18. mars.
Skátasveitin Fálkar, Akureyri, stofnuð 21. maí.
B.Í.S. efnir til samkeppni skáta í stundvísi. Verðlaun 50 kr. ætluð til áhaldakaupa.
Væringjar halda skátamót í Þjórsárdal.
14 norskir skátar heimsækja ísfirska skáta og ferðast um landið.
Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki hefur útgáfu Skátablaðsins.
Blaðið er fjölritað og Frank Michelsen er ritstjóri.
1. hefti af Ylfingabókinni eftir Baden Powell gefið út af B.Í.S.
og Barnavinafélaginu Sumargjöf.
Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki stofnar fyrstu skátasveit á Íslandi sem hefur aðsetur í sveit, og nefnist hún Skátasveit Staðarhrepps.
Tilkynningarblað B.Í.S. kemur út fjölritað.
Skátafjöldi 419 (drengir).

1935
4. landsmót skáta haldið á Akureyri og umhverfi.
Skátablaðið byrjar að koma út á vegum B.Í.S.
Söngbók skáta kemur út.
Skátafélagið Fylkir, Siglufirði, stofnað 22. jan.
Kvenskátafélagið Ásynjur, Sauðárkróki, stofnað 1. júlí.
Skátafélagið Framherjar, Flateyri, stofnað 17. feb.
Skátar á Ísafirði aðstoða við að bjarga hesti úr vök.
Skátar á Siglufirði aðstoða við að bjarga hesti úr ógöngum.
II. hefti af Ylfingabókinni eftir Baden Powell gefið út af B.Í.S. og Sumargjöf.
Skátafjöldi 509 (drengir).

1936
5. landsmót skáta haldið á Þingvöllum.
Fyrsta skátamót Vestfjarða haldið í Súgandafirði.
6. aðalfundur B.Í.S.
Kosinn varaskátahöfðingi Steingrímur Arason.
Skátafélagið Útherjar, Þingeyri, stofnað 14. febrúar.
Kvenskátafélag stofnað á Þingeyri.
Skátafélagið Glaðherjar, Suðureyri, stofnað 28. mars.
Skátafélagið Drengir, Akureyri, stofnað.
Hjálpræðisherinn í Reykjavík stofnar flokk herskáta.
Skátafélagið Svanir stofnað á Stokkseyri.
3. Væringjadeild efnir til reiðhjólakeppni frá Kolviðarhóli að Sundlaugavegi í Reykjavík.
Sigurvegari Sigurður Þorgrímsson.
Ernir efna til reiðhjólakeppni frá Kolviðarhóli að Vatnsþró í Reykjavík.
Sigurvegari Sigurður Ágústsson.
Skátafjöldi 667 (drengir).

1937
33 íslenskir skátar sækja Jamboree í Hollandi.
Skátafélagið Víkingar, Vík, stofnað.
Skátafélagið Heiðarbúar, Keflavík stofnað 15. september.
Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað 2. febrúar. Nafninu síðar breytt í Hraunbúar (1945).
Skátar í Reykjavík aðstoða vegna inflúensufaraldurs.
25 ára afmælis skátahreyfingarinnar á Íslandi minnst með samsæti á Hótel Borg, þar sem viðstaddir voru 450 skátar og gestir þeirra.
2. skátamót Vestfjarða haldið í Dýrafirði.
Stofnað skátafélagið Fjallbúar á Hofsósi.
Hópsblaðið, síðar Ylfingablaðið, kemur út í Reykjavík.
B.Í.S. tekur að sér blaðið Skátinn og byrjar að gefa það út sem foringja- og rekkablað.
Rotary-klúbburinn í Reykjavík veitir tveimur reykvískum skátum ókeypis Jamboreeferð.
Axel V. Tulinius skátahöfðingi andast 8. desember.
20 félög innan B.Í.S. Skátafjöldi 768 (drengir).

1938
7. aðalfundur B.Í.S.
Helgi Tómasson kosinn skátahöfðingi og Henrik Thorarensen varaskátahöfðingi.
6. landsmót skáta haldið á Þingvöllum m.a. með allmörgum erlendum þátttakendum.
Baden-Powell og Lady Baden-Powell koma til Íslands á skátaskipinu Orduna.
Skátafélag Reykjavíkur stofnað 18. september við sameiningu Væringja og Arna.
Skátafélag Akureyrar stofnað á annan jóladag við sameiningu skátafélagana Fálkar og Drengir, Skátasveitar Akureyrar og Skátasveitar Barnaskóla Akureyrar (stofnuð 26. nóv.).
Skátafélagið Stafnverjar, Sandgerði, stofnað.

1939
Kvenskátasamband Íslands stofnað 23. mars (stofnfélög 9, félagar samtals 459).
Hennar hátign Ingrid krónprinsessa Danmerkur og Íslands gerist verndari íslenskra kvenskáta.
Skátafélagið Hólmverjar, Hólmavík stofnað 10. feb.
Kvenskátafélagið Skjaldmeyjar, Stykkishólmi, stofnað 20. apríl.
Skátafélagið Ísland stofnað í Kaupmannahöfn 27. ágúst.
Valkyrjur, Ísafirði, standa fyrir kvenskátamóti í Tungudal.
Skáli S.F.R. við Hafravatn reistur.
Íslenskir skátar sækja skátamót til Danmerkur og Skotlands.
Skátafélag Akureyrar gefur út blaðið “Skólaskátinn”.
Skátafjöldi 1164 (drengir).
Vormót Hraunbúa í Hafnarfirði haldið í fyrsta skipti, og hafa þau verið haldin síðan og sett mikinn svip á starf Hraunbúa.

1940
8. aðalfundur B.Í.S.
Skátafélagið Fálkar, Staðarhreppi, stofnað 31.júlí.
Skátafélag Húsavíkur stofnað.
Kvenskátafélag Húsavíkur stofnað 13. mars.
Birkibeinar, Eyrarbakka, endurreistir.
Skátafell, útileguskáli Akranesskáta tekinn í notkun.
S.F.R. gengst fyrir viku útilegu við Þingvallavatn.
Sjóskátaflokkur stofnaður í Reykjavík.
Kvenskátasamband Íslands og Kvenskátafélag Reykjavíkur gefa út blaðið “Skátakveðjan”.
Skátafjöldi 752 (drengir).

1941
Bandalag ísl. skáta fær ábúðarrétt á jörðinni Úlfljótsvatni í Grafningi. Skátaskóli starfræktur þar þegar um sumarið og stöðugt síðan.
B.Í.S. heldur námskeið í Reykjavík fyrir skátaforingja víðs vegar af landinu.
Kvenskátafélagið Birnur, Blönduósi, stofnað 1. desember.
Skátafélagið Útherjar, Þingeyri, eignast eigið húsnæði.

1942
9. aðalfundur B.Í.S. 30 ára afmælis skátastarfs á Íslandi minnst með samsæti í Oddfellowhöllinni í Reykjavík 2. nóvember.
Skátafélagið Samherjar, Patreksfirði, stofnað 22. júní.
Kvenskátaskóli stofnaður á Úlfljótsvatni.
Skálinn á Úlfljótsvatni reistur.
Skátamót fyrir drengjaskáta haldið á Úlfljótsvatni.
Húsavíkurskátar reisa sér útileguskála.
R.S. skátar í Reykjavík reisa sér útileguskálann Þrymheim á Hellisheiði.
Skátafjöldi 1012 (drengir).

1943
7. landsmót skáta haldið að Hreðavatni.
Kvenskátafélagið Hólmstjörnur stofnað á Hólmavík.
Skátafélagið Þorbirningar, Grindavík, stofnað 10. okt.
Bókaútgáfuflokkurinn Úlfljótur stofnaður.
Jamboreeklúbbur Íslands stofnaður 22. febrúar
Skátafjöldi 1411 (drengir).

1944
8. landsmót skáta haldið á Þingvöllum.
10. aðalfundur B.Í.S.
Kvenskátafélög ganga í B.Í.S. og samfélög kven- og drengjaskáta leyfð.
Landsmót kvenskáta haldið í Vatnsdalshólum.
Skátafélagið Birkibeinar, Eyrarbakka endurreist 14. okt.
Skátafélagið Gagnherjar, Bolungarvík, stofnað 17. sept.
Skátafélagið Fossbúar, Selfossi, stofnað 28. júlí.
Foringjaskóli stofnsettur á Úlfljótsvatni, sem hefur starfað með litlum hvíldum síðan.
Skátabókin kemur út (2. útg., I. hluti).
Akureyrarskátar reisa skála sinn Glaumbæ (seldur 1955).
Úlfljótur hefur útgáfustarfsemi með bókunum, Við varðeldinn, 1. hefti og Útileikir (báðar fjölritaðar).
Skátar um allt land veita mikla aðstoð við framkvæmd hátíðahalda í tilefni af lýðveldisstofnunni 17. júní.
Skátafjöldi 2112.

1945
20 ára afmælis B.Í.S. minnst með veglegu afmælishófi í Reykjavík.
Skátafélagið Svanir, Stokkseyri, endurreist.
3. skátamót Vestfjarða haldið í Hestfirði.
Skátafélagið Verðir í Svarfaðardal gengur í B.Í.S. með 7 félaga.
Stofnað leikfélag skáta í Reykjavík.
Reykjanesmót haldið.
Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði, gefur út blaðið “Hraunbúinn”, ritstjóri Vilbergur Júlíusson.
B.Í.S. og Úlfljótur gefa út Söguna um Baden-Powell.
Hraunbúar, Hafnarfirði, reisa útileguskála við Kleifarvatn.
Samtals 2360 skátar á Íslandi.

1946
11. aðalfundur B.Í.S.
9. landsmót skáta haldið í Mývatnssveit.
Landsmót kvenskáta haldið á Akureyri.
B.Í.S. ræður fyrsta erindreka sinn Hallgrím Sigurðsson (í mars) og fastan starfsmann Aðalstein Júlíusson (í nóv) til að annast framkvæmdir sínar.
Flokksforingjaskóli starfar á Ísafirði.
Íslenskir skátar sækja mót í Svíþjóð, Danmörku og Skotlandi.
Skátafélagið Kópar, Kópavogi, stofnað 22. feb.
Skátafélagið Dalbúar, Laugarvatni, stofnað 1. des.
Skátafélagið Áfram, Ytri-Njarðvík, stofnað 10. des.
Skátafélagið Ísland stofnað í Stokkhólmi.
Skátafélögin í Reykjavík fá umráð yfir Skátaheimilinu við Snorrabraut.
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, vígir skála sinn Valhöll.
Úlfljótur hefur eiginlega útgáfustarfsemi með útgáfu bókanna Skátarnir á Robinsoneyjunni og Við varðeldinn 2. hefti. Hefur síðan gefið út fjölmargar fróðleiks- og skemmtibækur fyrir skáta. Samtals 2342 skátar á Íslandi.

1947
Aukaaðalfundur B.Í.S. um ný lög. Skátaheimilið við Snorrabraut í Reykjavík opnað 2. maí.
90 íslenskir skátar sækja Jamboree í Frakklandi.
B.Í. S. opnar skrifstofu í Skátaheimilinu í Reykjavík og ræður framkvæmdastjóra, Vilberg Júlíusson, sem jafnframt tekur að sér ritstjórn Skátablaðsins.
Sveitaforingjaskóli starfar að Glaumbæ við Akureyri.
Hafnfirskir og ísfirskir skátar eignast skátaheimili.
Skátafélag Raufarhafnar stofnað 11. maí.
Skátafélag Eskifjarðar stofnað 12. apríl.
Skátafélagið Nesbúar, Neskaupstað, stofnað 9. feb.
Kvenskátafélögin Valkyrjur, Siglufirði, Ásynjur, Sauðárkróki, og Valkyrjan, Ísafirði, ganga í B.Í.S.
Úlfljótur gefur út m.a. Skátasöngbókina (tvær útgáfur) og Skátastörf, handbók fyrir flokksforingja eftir Hallgrím Sigurðsson.
Kvenskátar sækja mót til Danmerkur. Skátafjöldi 3075.

1948
10. landsmót skáta haldið á Þingvöllum með um 1000 þátttakendum, þ.á.m. nokkrum erlendum gestum. M.a. tekin kvikmynd af mótinu og gefið út prentað dagblað.
12. aðalfundur B.Í.S., sem jafnframt varð 1. Skátaþing, haldið á Þingvöllum.
Hrefna Tynes og Þorsteinn Einarsson kosin varaskátahöfðingjar.
Meðal útgáfubóka Úlfljóts er Skátahreyfingin (Scouting For Boys) eftir Baden-Powell.
Foringjablaðið hefur göngu sína, ritstjóri Frank Michelsen.
B.Í.S. hefur útgáfu á skátaprófa handbókum.
Ríkisstyrkurinn til B.Í.S. hækkaður í 4000 kr.
Skátaráð heldur fyrsta fund sinn í ágúst.
Skátafélagið Geysir í Hveragerði stofnað 1. febrúar.
Skátafélag Hríseyjar stofnað 3. maí.
Skátafélagið Skógarmenn, Fnjóskadal, stofnað.
Skátafélagið Bergbúar, Garði, stofnað.
Skátafélagið Dalherjar, Hnífsdal stofnað.
Kvenskátafélagið Brynja, Ytri-Njarðvík, stofnað.
Stofnað skátafélag innan Kennaraskólans í Reykjavík.
Heiðarbúar í Keflavík eignast skátaheimili.
Einherjar, Ísafirði minnast 20 ára afmælis síns með veglegu afmælisriti.
Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum gefur út afmælisrit.
Samtals 3562 skátar á Íslandi.

1949
Skátafélagið Útverðir, Ólafsfirði, stofnað 29. mars.
Stofnuð skátafélög á Bíldudal og Djúpavogi.
Skátafélagið Völsungar, Reykjavík lagt niður.
Samtals 120 íslenskir skátar sækja erlend skátamót til Finnlands, Hollands, Danmerkur, Skotlands, Svíþjóðar, Noregs og Englands.
Tryggvi Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri B.Í.S. og ritstjóri Skátablaðsins.
Heiðarbúar, Keflavík standa fyrir Suðurnesjamóti.
Reykjavíkurskátar eiga deild á Reykjavíkursýningunni.
Arnardeild, S.F.R. hefur byggingu skálans Jötunheimar í Hengli.
2. Skátaþing haldið í Reykjavík. 25 ára afmæli B.Í.S. minnst með fjölmennu hófi í Skátaheimilinu í Reykjavík og klukkutíma útvarpsdagskrá í Ríkisútvarpinu.
Mót gamalla skáta haldið á Úlfljótsvatni.
4. skátamót Vestfjarða haldið í Álftafirði.
St. Georgsgildi stofnað í Reykjavík.

1951
24 íslenskir skátar sækja Jamboree í Austurríki.
Skátafélögin í Reykjavík efna til sýningar í Skátaheimilinu, sem ber heitið: Hvað viltu verða?
Reykjanesmótið haldið í Helgadal.
Íslenskir skátar sækja mót til Englands og Danmerkur.

1952
3. Skátaþing haldið í Reykjavík.
Jónas B. Jónsson kjörinn varaskátahöfðingi.
B.Í.S. efnir til happdrættis til styrktar starfsemi sinnar.
Landsmót Kvenskáta að Úlfljótsvatni.
Skátafélag Akraness stofnað 2. nóv. við sameiningu Skátafélagsins Væringja og Kvenskátafélags Akraness.
Skátafélagið Fjallbúar í Skógaskóla undir Eyjafjöllum stofnað 24.feb. Tveir íslenskir skátar sækja mót í Ástralíu.

1953
Minnst 40 ára afmælis skátastarfs á Íslandi með hófi í Skátaheimilinu í Reykjavík. Skátafélagið Glaðherjar, Suðureyri, stofnað 8. feb.
Skátafélag Hveragerðis stofnað 22. feb.
S.F.R. heldur mót fyrir drengjaskáta í Borgarvík við Úlfljótsvatn.
Íslenskir skátar sækja mót til Sviss og Skotlands.

1954
11. landsmót skáta haldið að Húsafelli
4. skátaþing haldið í Reykjavík.
B.Í.S. gerist fullgildur aðili að Alþjóðabandalagi kvenskáta.
Skátafélagið Ægir, Ólafsvík, stofnað 22.feb.
Starfsemi fjallarekka hefst í Reykjavík.
39 félög í B.Í.S. með um 3000 starfandi skáta innan sinna vébanda.

1955
Íslenskir skátar taka þátt í skátamótum á Englandi, Danmörku og Svíþjóð.

1956
5. skátaþing haldið í Reykjavík.
Lady Baden-Powell heimsækir Ísland.
Skátamót af því tilefni í Hagavík með um 500 þátttakendum.
Akureyrarskátar halda skátamót í Vaglaskógi með um 200 þátttakendum.
Íslenskir skátar sækja mót til Skotlands, Noregs og Sviss.
1802 drengjaskátar og 1486 kvenskátar starfa á Íslandi.

1957
100 ára afmælis Baden-Powells minnst með veglegum hátíðahöldum í Reykjavík 22. feb.
Þrjú afmælisskátamót haldin á Íslandi til að minnast 100 ára afmælis Baden-Powells og 50 ára afmælis skátahreyfingarinnar.
- Fyrir suðvesturland í Botnsdal í Hvalfirði með um 500 þátttakendum.
- Fyrir Vestfirði í Dýrafirði með á annað hundrað þátttakendum
- Fyrir Norðurland í Vaglaskógi með á annað hundrað þátttakendum.
102 íslenskir skátar sækja Jamboree, Indaba og afmælismót kvenskáta á Englandi.
Héraðssamband skáta í Árnessýslu stofnað.
Fyrsta héraðsmót Árnessýslu haldið.
Skátafélagið Kópar, Kópavogi endurreist 14. mars.
Hjálparsjóður skáta Reykjavík, stofnaður 13. júní.
B.Í.S. hefur útgáfu á jólamerkjum.

1958
Helgi Tómasson skátahöfðingi andast.
6. skátaþing haldið í Reykjavík.
Jónas B. Jónsson kosinn skátahöfðingi og Páll Gíslason varaskátahöfðingi.
Skátastarf endurvakið á Blönduósi.
Skátafélagið Birkibeinar, Eyrarbakka endurreist.
S.F.R. gengst fyrir skátamóti í Þjórsárdal.
Skátar á Akranesi og Borgarnesi halda skátamót að Gilsbakka á Hvítársíðu.
S.F.R. gengst fyrir fjallarekkamóti í Hallmundarhrauni nálægt Surtshelli.
Heiðarbúar, Keflavík standa fyrir Reykjanesmóti.
Foringjaskólinn á Úlfljótsvatni endurvakinn og starfræktur árlega síðan.
Íslenskir kvenskátar sækja mót til Danmerkur.
Jón Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri B.Í.S.

1959
12. landsmót skáta haldið í Vaglaskógi.
35 ára afmælis B.Í.S. minnst með hófi í Skátaheimilinu í Reykjavík.
Forseti Íslands herra Ásgeir Ásgeirsson gerist verndari íslenskra skáta.
Gilwell námskeið haldið á Úlfljótsvatni og árlega síðan.
Skátafélagið Sigurfari, Höfðakaupstað, stofnað 26. mars.
Íslenskir skátar sækja mót í Danmörku og Þýskalandi.
Hraunbúar halda stórglæsilegt vormót sitt í Helgadal.
Landnemamót haldið á Þingvöllum.

1960
7. skátaþing haldið á Akranesi.
Fyrstu nemendur íslenska Gilwell skólans ljúka prófum sínum.
Skátafélagið Örn, Grafarnesi stofnað 17. jan.
Skátafélagið Víkingur, Vík, stofnað.
Skátafélagið Væringjar, Stykkishólmi, stofnað.
Skátasveit fatlaðra og lamaðra stofnuð í Reykjavík.
Ingólfur Ármannsson ráðinn framkvæmdastjóri B.Í.S.
Akranesskátar gangast fyrir fjölmennu skátamóti í Botnsdal.
Einherjar, Ísafirði, gera miklar endurbætur á skátaheimili sínu.
Skátafélögin á Blönduósi og Skagaströnd halda skátamót í Vatnsdalshólum.
6. skátamót Vestfjarða haldið í Arnarfirði.
Foringjaskólar starfa á Úlfljótsvatni og í Vaglaskógi.
B.Í.S. gefur út Foringjahandbókina, handbók fyrir skátaforingja eftir Þorvald Þorvaldsson. Tvær íslenskar skátastúlkur fara til Mexico.
St. Georgs gildi stofnað á Akureyri.
Samtals 4071 skáti á Íslandi.

1961
Forseti Íslands heimsækir Reykjavíkurskáta í Skátaheimili þeirra.
Skátadagurinn haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í sumri og er ætlunin, að svo verði jafnan framvegis.
Íslenskir skátar sækja mót og ráðstefnur til Noregs, Portúgal og Danmerkur.
Skátavasabókin kemur út, útgefin af Fálkanum.
Fjöldamörg foringjanámskeið haldin víða um land, m.a. undirbúningsnámskeið fyrir Gilwell, auk þess sem Gilwell-skólinn starfar að venju.
Akureyrarskátum gefinn skálinn Skíðastaðir í Súlum.
Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi heimsækir skáta á Vestfjörðum.
Framherjar, Flateyri, eignast sitt eigið húsnæði.

1962
Minnst er hálfrar aldar afmælis skátastarfs á Íslandi.
13. landsmót skáta haldið á Þingvöllum með um 2000 þátttakendum.
Skátahöfðingjafundur Norðurlanda haldinn í Reykjavík.
Lady Baden-Powell heimsækir Ísland.
8. skátaþing haldið.
Smáranámskeið kvenskáta haldið í fyrsta skipti á Úlfljótsvatni.

1963
Á annað hundrað skátar sækja flokksforingjanámskeið á Úlfljótsvatni og í Vaglaskógi. Fjórir kvenskátar sækja 18. alþjóðaþing kvenskáta í Danmörku.
Félagsforingjafundur haldinn í Hraunbyrgi, Hafnarfirði, dagana 28.-29. sept.
Skátinn, blað gefið út af skátafélögum í Reykjavík, kom út í fyrsta sinn í október.
28 skátar fara á Jamboree í Grikklandi og 31 skáti fór til Noregs.
Tveir kvenskátar fóru til Bandaríkjanna í boði þarlendra kvenskáta.
Ferðaárinu lauk og frumbyggjaárið hófst í nóv. Góð þátttaka var í verkefnum ferðaársins.
Skátablaðið kemur reglulega út.
Foringinn, blað fyrir skátaforingja kemur út í fyrsta sinn. Alls voru gefin út 9 tölublöð. Skátamót voru haldin á nokkrum stöðum hér á landi.

1964
9. skátaþing haldið.
Breyting á lögum B.Í.S. sem gerir ráð fyrir fimm manna stjórn í stað tólf manna.
Flokksforingjanámskeið haldin víða um land með 97 þátttakendum.
Fyrsta Smáranámskeið fyrir ljósálfaforingja haldið á Úlfljótsvatni, stjórnandi Margareta Broon frá Svíþjóð.
Skátamót haldin á vegum Akureyrarskáta, Hraunbúa í Hafnarfirði, auk nokkurra minni móta.
Anna Kristjánsdóttir ráðin framkvæmdastjóri B.Í.S.
26 skátar sækja Gilwellskólann á Úlfljótsvatni.
Handbók dróttskátans gefin út.
Frumbyggjaárinu lauk 2. nóv. Þátttaka í því mjög góð.
Skátadagur haldinn í Reykjavík fyrstu helgina í október.
132 skátar heimsækja Noreg.
11 skátar fara á mót á Englandi.

1965
Fyrsta Gilwell-Smáranámskeið fyrir dróttskátaforingja.
48 skátar fara á landsmót í Svíþjóð.
25. vormót Hraunbúa haldið.
Fyrsta dróttskátamótið haldið að Gilsbakka.
Fjórðungsmót haldin fyrir Vestfirði, Norðurland og Suðvesturland.
Félagsforingjafundur haldinn 9.-10. okt.
Landahappdrætti skáta sett á laggirnar.
Forsetamerkið afhent í fyrsta sinn, 21 dróttskáti veittu því viðtöku.
B.Í.S. kaupir húseign að Eiríksgötu 31 í Reykjavík fyrir skrifstofu.

1966
Landsmót skáta haldið við Hreðavatn, mótið sóttu 1338 íslenskir skátar og 239 erlendir. Íslenskir skátar sækja margar ráðstefnur og fundi erlendis.
50 ára starfs ylfinga minnst með ylfingadegi í Njarðvík.
Gefnir út hugmyndabæklingar fyrir skátaforingja. Skátaárið “Inn í hringinn” hófst 2. nóv. Markmið: Kynning og efling hreyfingarinnar.
Skátaþing haldið í Borgarnesi. Skátafjöldi u.þ.b. 4000.

1967
Akureyrarskátar halda afmælismót í tilefni 50 ára skátastarfs á Akureyri.
11 skátar fara á Jamboree í Bandaríkjunum.
Félags-foringjafundur haldinn 15. apríl.
Fyrsta vetrar-Gilwell haldið í Fálkafelli.
Nýtt merki samþykkt sem merki B.Í.S., teiknað og hannað af Kristínu Þorkelsdóttur.
Skátafélagið Vífill í Garðahreppi stofnað 20. apríl.
Sigmar Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri B.Í.S.

1968
11. skátaþing haldið á Ísafirði.
Ísfirðingar halda upp á 40 ára starf skáta þar með móti, sýningu og fleiru. B.Í.S. tekur landssvæði við Úlfljótsvatn á leigu.
Akureyrarskátar taka í notkun nýtt skátaheimili “Hvamm” þann 22. apríl. 17 skátar fara á mót í Noregi.
Hópur enskra skáta heldur sýningu í Reykjavík sem stendur yfir í viku.
Útgáfa Skátablaðsins liggur niðri nema eitt tölublað kom út um jólin.
Foringinn, rit fyrir foringja kemur út reglulega.
Skátar standa sérstakan heiðursvörð við afhendingu á íslensku handritunum þegar þau eru flutt til landsins.

1969
Forsetamerkið afhent í 5. sinn og nú 23 skátum. Alls hafa 147 dróttskátar hlotið merkið.
Aðeins eitt tölublað kemur af Skátablaðinu en Foringinn kemur reglulega út.
Pétur Orri Þórðarson tekur við sem framkvæmdastjóri BÍS.
Skátafjöldi er 4141.
Skátafélagið Garðbúar stofnað 29. mars. Eyjólfur Snæbjörnsson kosinn félagsforingi.
Skátafélagið Dalbúar stofnað 29. mars

1970
Landsmót skáta haldið að Hreðarvatni. 1150 íslenskir skátar, 153 erlendir skátar auk 718 þátttakenda í fjölskyldubúðum sóttu mótið. Mótsstjórar voru Marinó Jóhannsson og Sigrún Sigurgestsdóttir.
Skátaþing haldið í Hagaskólanum í Reykjavík.
Sumarbúðir á vegum BÍS starfræktar að Úlfljótsvatni. Forstöðumenn voru Grímur Þór Valdemarsson og Ólafur Ásgeirsson.
Forsetamerkið afhent í 6. sinn og alls hlutu 39 dróttskátar merkið.
Útgáfa skátablaðsins liggur niðri en Foringinn gefinn út frá Akureyri. Ritstjóri Foringjans er Ingólfur Ármannsson.
Æskan hefur þátt um skátastarf sem Hrefna Tynes sér um.
Andrés Þórarinsson starfar sem leiðbeinandi í sumarbúðum bandarískra skáta.

1971
12. skátaþing haldið á Selfossi. Jónas B. Jónsson lætur af störfum sem skátahöfðingi.
Páll Gíslason kosinn skátahöfðingi Íslands. Aðst. skátahöfðingjar eru Arinbjörn Kristinsson og Borghildur Fenger.
Landssamband Hjálparsveita skáta stofnað.
Tveir skátar frá alþjóðaskrifstofu drengskáta koma til landsins og kynna sér starfið hérna.
Foringinn gefinn út í Reykjavík. Ritstjóri er Hans Sætran.
Skátablaðið gefið út á Akureyri. Ritstjóri Stefán Bjarnar.
Skátaopnan heldur áfram í barnablaðinu Æskunni undir ritstjórn Hrefnu Tynes.
Einn skáti fer á mót í Englandi og tveir kvenskátar á mót í Kanada.
17 skátar frá Akureyri fara á mót í Álasundi í Noregi.
Þrír skátar fara á 13. alheimsmót skáta í Japan.
Foretamerkið afhent í 7. sinn.
Skátafjöldi er 4100 skátar.

1972
Skátafélagið Urðarkettir stofnað í Breiðholti í Reykjavík.
Skátafélagið Heklubúar stofnað að Flúðum í Hrunamannahreppi.
Skátafélagið Strókur stofnað í Hveragerði.
Bandalag íslenskra skáta flytur í eigið húsnæði að Blönduhlíð 35 í Reykjavík.
Tveir skátar frá alþjóðaskrifstofu drengskáta leiðbeina á leiðbeinendanámskeiði að Úlfljótsvatni ásamt Ingólfi Ármannssyni.
Foringinn og Skátablaðið koma reglulega út. Skátablaðið gefið út á Akureyri.
Gilwellskólinn tekur til starfa á ný. Skólastjóri er Björgvin Magnússon DCC.
130 íslenskir skátar fara á landsmót norskra skáta.
Víða haldið upp á 60 ára afmæli skátastarfs og 50 ára kvenskátastarfs á Íslandi.
Skátafjöldi er um 4000, sem er svipaður fjöldi og á hinum Norðurlöndunum miðað við okkar frægu höfðatölu.
kv. Sikker