Nú veit ég ekkert hvernig þetta er hjá ykkur, en ég er sem sagt
ío tvem félögum. Ég ólst upp í Svönum, en kom svo inn í Vífil
eftir velheppnað samstarf í Svíþjóð.

Svanir eru frekar lítið féla, sem er samt yfir 80 mans, miðað
við að það búa bara 1700 á Álftanesinu. Þetta er því talsvert
gott á höfðatölu.
Stærsti gallinn við Svani er allt þetta skipulagsleysi. Ég fattaði
samt í raun ekki hvað allt var skipulagslaust fyrr en ég fór að
vinna með Vífli í Garðabæ. Ég held að skipulagsleysið sé
mestmegnis vegna lágrs aldurs hjá yfirforingjum. Sú elsta í
félaginu er 26, sem er nottla ekkert mikið. Svona ungt fólk,
hefur ekki mikinn tíma til að sjá um skátana, þar sem það er
oft bæði í vinnu og skóla og er að gera ýmisslegt annað.
Ekki höfum við efni á að hafa fastan starfsmann, enda fáum
við ömulega litla styrki frá okkar bæjarfélagi.

Þegar ég fór að taka eftir því hvað allt var þægilegt og
skipulagt hjá Vífli fór mér að finnast skipulagsleysið pirrandi. Í
Garðabæ var líka gert svo mikið meira fyrir fólkið sem var að
sjá um þetta og svo voru þau nottla með mjög fínt
skátaheimili. Við hjá svönum höfum þurft að hírast í tvem
mjög lélegum kofum, þangað til núna, en þeir voru sem sagt
settir saman. Vinnuumhverfið okkar hefur því skánað en þetta
er búið að vera mjög erfitt í vetur þrátt fyrir það, enn er verið að
setja rafmagn upp í Skátkoti og mála og smíða milliveggi og
svo framvegis.

En þó að ég segi þetta allt, þykir mér mjögvænt um Svani, og
ætla mér alls ekki að hætta í því. Ég ætla reyndar ekki að vera
foringi núna í vetur, heldur bara einbeita me´r að því að byrja í
framhaldsskóla. Ég verð samt að sjálfsögðu starfandi í
Dróttskátasveitnni úr Vífli og Svönum; DS Fenris svo að þið
þurfið ekki að örvænta að missa mig alveg ;c)

Ég veit ekki hvað þið meikið út úr þessum pælingum, en
maður fær þá kannski eitthver komment á þær. Allaveganna,
rikk tikk rikkatikkatikk, hoppsa hoppsa hí!