Á Landsmótinu Álfar og Tröll 2002 áhvað flokkurinn minn að fara í sólarhrinshike. Við vorum þrí flokkar sem sameinuðust. Við lögðum af stað og allt í fína, smá rugl með hvaða leið við áttum að fara og þannig. En svo ákvað ég, ein stelpa að nafni Inga og Edda að snúa við (ég veit algjör aumingjaskapur!), lalala við fórum í tjaldbúðina aftur en hinar héltu áfram. Reyndar kom það sér vel að við þrjár snérum við því seinna um kvöldið datt hún Edda niður í 36-35°og henni var KALT! En þar sem Ægisbúar eru svo góðir við krakkana sína voru þrír foringjar sem voru að fara að keyra svefnpokanna þeirra upp í Fálkaskála, fell (man ekki hvað skálinn hét, a.m.k. Fálka eitthvað :)) og heitan kvöldmat. Þá ákváðum ég og Inga að fara með þeim uppeftir og sameinast svo hópnum á ný. Drallallalala við keyrðum af stað með poka og pinkla. Við vissum ekkert hvaða leið við vorum að fara enda lentum við fyrst á ruslahaugunum(LoL):) En svo fundum við réttu beyguna, það var þoka og við sáum bara nokkra metra fram fyrir okkur og þetta er HRIKALEGUR vegur. En svo komumst við upp og þó nokkuð mikið fólk komið, en ekki stelpurnar okkar… Þarna uppi var sól og heiður himinn og skýin(dalalæðan) öll fyrir neðan, glitti stundum í Akureyri, alveg ÆÐISLEGT útsýni. En eitt var óhugnalegt, það var sífellt verið að heyrast haglabyssuskot. Sem betur fer voru stelpurnar með einn GSM síma, við hringdum í þær og þar heyrðu þær sömu haglabyssuskot og við heyrðum fyrir neðan okkur og svo voru þær við einhvern læk. En svo slittnaði sambandið! Þær voru þannig séð týndar! Foringjarnir okkar og kallinn sem sá um skálan voru að fara að leita að þeim og fóru að leita að þeim, allir nem einn foringji Hjördís að nafni. Við þrú lágum í leti og beiðum eftir þeim, en þá heyrðum við og sáum tvær stelpur komu hlaupandi niður hlíðina, þær höfðu farið frá hópnum til að gá hvort skálinn væri skamt undan. En svo kom hópurinn með foringjunum stutt á eftir. Þannig þetta endaði allt vel, þær borðuðu kvöldmat og sögðu okkur frá ýmsu fyndnu sem gerðist á leiðinni, svo sem mýrar-kapphlaup.
Nokkrar af hópnum sváfu úti og nokkrar inni, og daginn eftir var öll dalalæðan farin, og við gengum beint niður hlíðinna og fengum okkur morgunmat hjá læk nokkrum en svo fylgdum við reiðstíg og komum loks heim í tjaldbúðina =)
Allt er gott sem endar vel.

kv. Ameza
Busi
kveðja Ameza