Þetta áhugamál hefur verið frekar dautt í sumar. Sem admin ætla ég strax frá byrjun að reyna að lífga upp á áhugamálið með ýmsu efni. Ég vona að þið gerið hið sama.. =)
___________________________________________________ __________
Þjóðsagan segir að Ásbyrgi sé hófafar Sleipnis, hests Óðins, sem myndast hafi þegar hann hafi stigið niður fæti þegar goðið var á yfirreið.
En hið rétta er reyndar það að Ásbyrgi myndaðist við tvö hamfarahlaup, það fyrra fyrir 8-10 þúsund árum en hið síðara fyrir um 3000 árum.
Ásbyrgi er 3,5 km langt og um 1,1 km breitt. Í miðju þess er standberg, Eyjan, sem er allt að 250 m breið. Byrgið er skógi vaxið. Þar er einkum birki og víðir auk reynis og nokkur þúsund barrtré voru gróðursett þar og dafna vel.
Góðar aðstæður eru í Ásbyrgi. Mjög gróðursælt og tiltölulega slétt gras, svo auðvelt ætti að vera að tjalda.
Kveðja,
Daywalke