Vitiði að það er mikið skemmtilegra að fara til svona skemmtilegra þjóða heldur en að liggja í 2 vikur úti á Spáni eða Portúgal í sólbaði. Úti í Danmörku eru margir skemmtilegir staðir sem er gaman að fara á með allri fjölskyldunni! Og ég ætla að stinga upp á nokkrum fyrir ykkur.
Það er gaman að vera í Lalandia meðan maður er í Danmörku Þar er maður bara í svona sumarhúsum og það er hægt að fá lítil tveggja manna hús allt upp í 8 manna hús. Þar er svo svona Mið-bær þar sem er til dæmis: verslanir, spilasalur, keilusalur, vetingastaðir og sundlaugar garður.
Í sundlaugar garðinum eru 4 rennibrautir, 4 sundlaugar og örugglega 6 heitir pottar! Bak við sundlaugar garðinn er voðalega kósý sólarströnd.
Svo fer maður ekki til Danmerkur án þess að fara í Legoland. Það er rosalega skemmtilegur staður og fullt af skemmtilegum tækjum eins og: rússíbönum, bátaferðum, bílum og miklu fleiri. Svo eru líka ýmisleg flott listaverk úr legokubbum og svo keyra lego-bílarnir og flugvélarnar líka og bátarnir sigla á vötnunum, það er rosalega töff!
Þarna er líka Bon-Bon land sem er bara svona Tívolí ég fór ekki þangað, við komumst ekki!
Svo er Loverparken-Zoo það er flottasti dýragarður sem ég hef nokkurn tímann farið í maður keyrir í gegn og dýrin eru laus labbandi út um allt þar má nefna: Buffalóa, gíraffa, strútar og ljón.
Fílarnir, Górillan og Makka-ljónið voru í búri af skiljanlegum ástæðum!
Aparnir voru lausir og maður labbaði bara til þeirra það var gaman að sjá konuna vera að gefa, við sáum nefnilega þegar dýrunnum var gefið það var rosaflott!
Þetta var mín reynsla af Danmörku
Never inhale H2O .. it's very deadly