Í sumar fór ég í enskuskóla á Englandi í tvær vikur í borginni Brighton (heimabær Norman Cook's, aka Fat Boy Slim).
Þetta var alveg rosalega skemmtileg ferð, en ég hefði viljað verið 3-5 vikur í viðbót, en ég bara elska england (fyrir utan kvennfólkið ). En allavega, dagurinn byrjaði klukkan 7. Þá vaknaði maður, fór í sturtu, borðaði og fór svo með strætó í skólann sem byrjaði klukkan 8 og var búinn 12. Þá tók við annaðhvort sjoppurölt eða bara chill. Sjoppuröltið endaði oftast inní einni af ódýru tónlistarbúllunum sem selja 2-4 diska á verði eins hér á landi. Enda notaði ég tækifærðið óspart og keyti mér 17 diska :). Klukkan 2 byrjðuð svo svona “Activities” eins og körfubolti, golf, ferðir í kastala í nágreninu og fleira. Oft mjög skemmtilegt en varð stundum mjög þunnt og frekar leiðinlegt. Aftur á móti voru “Social leaderarnir” mjög skemmtilegir og náðu alltaf að gera það sem var svona lala mjög fínt. Þetta var oftast búið kringum 4-5 leitið og þá var strætó tekinn heim þar sem var nærst og síðan var haldið beint niður í bæ (skólinn var í miðbænum) og þá var farið í bíó, disko (enskir dyraverðir tóku frekar hart á því að hleypa krökkum inná klúbba, enda var 70% af fólkinu sem var að skemmta sér komið vel á tvítugsaldurinn og þegar ég var að rölta um á kvöldin (eftir 11) með félögum úr skólanum var fólk bara “WTF.. Þeir eru yngri en 18 og eru úti !!!”) og fleira. En allavega var skólinn búinn að láta upp þær reglur að allir ættu að vera komnir heim klukkan 11 (ég var með mjög skilningsríka Host fjölskyldu og henni var sama þótt ég kæmi heim eftir miðnætti ef ég hefði ekki hátt). Þessu fylgdu mjög margir en sumir urðu eftir og þá var bara chill á ströndinni með öllara (mjög auðvelt að kaupa þarna úti þótt það sé 18 ára takmark (ég er 16) og svo var farið heim kringum miðnætti. Um helgar var svo farið aðeins út og reynt að skemmta sér þótt það væri erfitt vegna þess að dyraverðirnir stóðu á sínu og vildu ekki hleipa manni inn :/. Þá varð bara ströndin aftur fyrir valinu, en þar var oft mikið fólk saman komið og myndaði litla hópa og síðan ef því vantaði áfengi var bara labbað inná klúbbana sem voru meðfram allri stöndinni nálægt miðbænum.
Í heildina litið er ég mjög ánægður með ferðina, hún var allt sem ég hafði vonast eftir og meira til. Væri alveg til í að fara aftur næsta ár, en ætla að reyna frekar að fara á Interrail :)
Já og eitt sem má víst ekki gleymast, kennslan, en hún var mjög góð og lífleg, ekki bara eitthvað grammar allan tímann, heldur var mikið lagt uppúr því að tjá sig og tala enskuna, sem hjá mér tókst bara mjög vel þar sem ég var eini Íslendingurinn og þurfti alltaf að tala ensku.
Varðandi gestgjafafjölskylduna þá var bara gott um hana að segja, góður matur (ekki þessi týbíski breksi í öll mál) og fínt fólk. Síðan var ég með herbergisfélaga frá Hvíta-Rússlandi og hann var mjög almennilegur og góður, eins og yfir höfuð flestir nemendurnir þarna.
Ég mæli alveg sterklega með að allir sem hafa áhuga á að fara í enskuskóla láti verða af því og get ég mælt vel með borginni Brighton (hún er í suður Englandi og þar búa 250.000 manns, þótt þú takir ekki eftir stærðinni).
p.s. Nokkrir viðburðir í Brighton:
Party in the park: Svona vinsælar Brit Pop hljómsveitir eða sveit koma og spila frítt í stórum garði þar sem mörg þúsunud manns koma saman. Er í lok Júní.
Live on Brighton Beach: Norman Cook þeytir skífur á ströndinni eina kvöldstund og er það líka frítt. (tékkið diskinn “Live on Brighton Beach” sem Norman gerði. Flottur dj diskur). Þetta á að vera einhvern tíman í júlí, er ekki alveg viss þar sem ég fór ekki á þetta útaf því að ég var einungis í júní. En allavega væri ég 110% til i að fara.
Brighton Pier: Stór bryggja fyrir fótgangandi þar sem eru nokkur skemmtitæki, lítill rússíbani og annað stuff. Ekkert rosa spez fyrir adrenalín fíkla eins og mig en ágætt fyrir hin venjulega mann/konu.
Vona að þið hafið notið lestursins.
Steini
Kv, Steini