Ferðahugmyndir Innanlands? - fyrir orkubolta Mér sýnist þetta áhugamál snúast heldur mikið um ferðalög til útlanda en þó er aldrei að vita nema einhverjir innherjar slæðist á netið af og til.

Þannig er mál með vexti að mig langar til að ferðast sem mest innanlands í sumar (og svo í vetur í framhaldi af því), en þar sem ég hef enga reynslu af íslandsferðalögum er ég hálf naive í þessu. Ég er ekki spenntur fyrir rólegum letiferðum þar sem menn bera búslóðir á bakinu og elda veislumat á hverju kvöldi eftir 6-7 tíma labb. Mér þykir miklu betra að ganga af krafti í 10-12 tíma með eins lítinn búnað og hægt er (létt tjald, léttan bak- og svefnpoka, osfrv.) og sjá þá mun meira í staðinn. Mín jómfrúarferð var seint í júlí í fyrrasumar þegar ég og félagi minn gengum laugaveginn með lítinn búnað og án verulegs skipulags. Við röltum þetta á 15 tímum og lentum í alskonar veðri á leiðinni, sem var hin mesta skemmtun þó að tásurnar hafi verið aumar þegar við komumst í gufubað í þórsmörk.

Nú vil ég biðja ykkur sem til þekkið að stinga upp á svona sprettferðum sem taka á bilinu 2-6 daga (gengið af hörku). Mér skilst að hornstrandir séu mjög fallegar en eflaust er gríðarlegur fjöldi staða sem bíða eftir manni.

Einnig er planið að ganga frá skógum og til akureyrar seinni part sumars og það væri fróðlegt að fá góð ráð tengd því, til dæmis hve langan tíma það þyrfti að taka, leiðir, osfrv.

kveðja,

E
______________________________